Blogghlé

Ég er að fara í­ frí­ á morgun og verð í­ útlöndum næstu tvær vikurnar. Þ.a.l. að ekkert verður bloggað hér á meðan.
Ég er bara þokkalega ánægður eð formúluna þessa helgina. Ég gleðst alltaf þegar Schumacher vinnur ekki og einhver (sama hver er) eykur forskot sitt á hann í­ stigakeppni ökumanna. Vissulega hefði verið gaman að sjá MacLaren veita Ferrari harðari samkeppni. Leiðinlegt að Raikkonen skyldi tapa sætinu til Schumachers á rúmlega sekúndu lengra þjónustuhléi. Schumacher var mun hraðskreiðari en hann og skildi Kimi eftir, fram að því­ hafði hann samt ekki haft kraftinn til að taka fram úr svo Raikkonen hefði lí­klega haldið öðru sætinu ef hann hefði náð styttra þjónustuhléi.
Framsókn hefur loksins ákveðið hvenær Halldór ætlar að hætta en enginn veit hverjir hætta með honum. Mig grunar samt að Guðni verði formaður og þá er spurning hvað verður um Valgerði. Hún fór ekkert mjög leynt með andúð sí­na á honum í­ útvarpinu um daginn. Það að hún sé gerð að utanrí­kisráðherra bendir til að það eigi að reyna að lappa upp á hana af Halldórs-armi flokksins gegn Guðna. Hún á hins vegar engan séns og mí­n spá er sú að Guðni komi henni fyrir einhvers staðar í­ þægilegu stjórnarformannssæti hjá einhverri stofnun skömmu fyrir næstu kosningar.
Meira er það ekki í­ bili.