Garpur 1 er Geir H. Haarde. Hann hefur vaxið gífurlega í áliti hjá mér og var það þó ekki lítið áður. Geir hafði á sér það orð að vera heiðarleikinn uppmálaður og eini sjálfstæðismaðurinn sem andstæðingarnir treystu. Nú má kannski bæta við það, og sem samflokksmenn vantreysta. Það er nefnilega komið í ljós að Geir er plottari hinn mesti. Nú get ég ekkert sagt um það hvort hann stóð á bakvið yfirlýsingu SUS varðandi layniþjónustumálið eða ekki en það var náttúrulega hrein snilld hvernig honum tókst að spila úr því. Með því að halda þennan fund með Birni og tala í föðurlegum umvöndunartón tókst honum að gefa skýrt til kynna að þarna væri höfðinginn að vernda undirsáta sinn gegn óþægum stráklingum og halda yfir honum verndarhendi. Um leið gerði hann óvinsæl hlerana og öryggisþjónustumál að málum Björns og hreinsaði sjálfan sig. Hrein snilld.
Garpur 2 er Fernando Alonso sem tryggði sér heimsmeistaratitil ökuþóra í formúlu 1 um helgina. Mótið í Brasilíu var reyndar ekki mjög spennandi þar sem það sprakk hjá Schumacher eldri snemma og hann var allan tímann að vinna sig upp í fjórða sæti. Hins vegar bendir keppni helgarinnar til þess að Formúlan verði ekki alveg nógu spennandi á næsta ári. Massa hafði feikilega yfirburði allt frá byrjun og enginn stóð Schumacher snúnig. Raikkonen og Massa keppa því líklega um heimsmeistaratitilinn að ári. Renault og MacLaren virtust nokkuð jafn vígir, þó De la Rosa hafi sannað að hann á ekki erindi í keppnissæti. Honda gæti síðan blandað sér í slaginn um annað sætið. Ég er að hugsa um að halda með Button á næsta ári.Â
Garpur 3 er veðurguðinn sem bauð okkur upp á sýnishorn af snjó fyrir nokkru og hefur nú ákveðið í ljósi þess hversu góðar undirtektir það fékk að láta snjóa stanslaust í tæpa tvo daga. Ég á ekki von á að þennan snjó festi frekar en hinn fyrri en Norðlendingum fennti víst inn á dekkjaverkstæðin í dag. Ætli ég bíði ekki eftir að þennan snjó leysi og fari svo og láti setja negldu dekkin undir. Svona áður en þeir sem fara alltaf í þriðju snjóum skefur inn.