Samkvæmt venju þá hét ég því að strengja áramótaheit. Þau eru þrjú að þessu sinni:
- Ég ætla ekki að gefast upp
- Ég ætla að hafa meira samband við fjölskylduna
- Ég ætla að strengja áramótaheit um næstu áramót
Hið fyrsta hef ég nú þegar brotið þar sem ég hef gefist upp á a.m.k. einu sem ég ætlaði mér, en á það ber að líta að það var svo sem ekki staðföst ákvörðun heldur frekar svona hugdetta svo e.t.v. er nú ekki að marka þó ég hafi ekki hrint henni í framkvæmd (ennþá). Ég hef þegar haft samband við móður mína einu sinni á þessu ári og enn er ekki liðin vika svo það má segja að næsta heit gangi vel. Eg hef svo engar áhyggjur af því þriðja því ég hef alltaf strengt áramótaheit og ætla ekki að fara að hætta því núna. Hingað til hef ég eiginlega aldrei staðið við þau hins vegar hefur reynst mun verr að standa við þau. Ég vona að það gangi betur í ár. Ég bíð hins vegar spenntur eftir að lesa heitin hans Jóns Jónssonar þar sem það er yfirleitt löng og mikil lesning.