Ekki kemur fylgishrun Samfylkingarinnar í nýjustu Fréttablaðskönnuninni mér á óvart. Þar eru margar ástæður að baki, t.d. má nefna ótrúverðuga forystumenn í báðum Norður-kjördæmunum, óljósa og ósannfærandi stjóriðju- og umhverfisstefnu, tregðu til að taka af skarið varðandi Evrópusambandið og Evruna, ósæmræmi í utanríkisstefnu (með innrás í Afganistan en á móti innrás í írak), auk þess sem talsmenn flokksins virðast oft taka í algeru ósamræmi hver við annann, t.d. Mörður írnason vs. Smári Geirsson.
Hins vegar held ég að ekki sé hægt að kenna eftirfarandi um: Ingibjörgu Sólrúnu, málþófi um Rúv eða plássleysi formannsins vegna fyrirferðar Össurs Skarphéðinssonar. Málið er einfaldlega það að Samfylkingin hefur ekki þorað að fylgja eftir stefnu sem þó er búið að marka og þingmennirnir hafa á stundum ekki virst vera í sama flokknum. (8)