Núna er tími undirskriftarlistanna á netinu. Það virðist hins vegar undarleg forgangsröðun í gangi í þjóðfélaginu í dag.
Á meðan 3371 hefur skrifað undir það að efna eigi til kosninga og 3350 hafa séð sóma sinn í því að þakka færeyingum fyrir einstakan stórhug í okkar garð, hafa 20.854 skrifað undir að RúV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði og 76.385 tekið þátt í áráðursstríði Geirs gegn Brown.
Er nokkuð undarlegt að meðan forgangsröðin er svona hjá Íslendingum að það sé ekkert mark tekið á kröfunni um að ráðamenn axli ábyrgð og segi af sér? Það eru jú sex sinnum fleiri sem finnst mun mikilvægara að geta horft á How to look good naked og Survivor ókeypis og 22 sinnum fleiri sem vilja alls ekki láta líkja sér við túrbanklædda hryðjuverkamenn.