107609497909075284

Hér var ég búinn að skrifa einhver ósköp sem svo þurrkuðust bara öll út.

Ég var að horfa á Nigellu Lawson áðan og verð bara að segja að hún er ótrúlega flott. Þetta hlýtur að vera hið fullkomna sjónvarpsefni, glæsileg kona að elda gómsætan mat. Það eina sem er ótrúverðugt við þennan þátt er þegar hún laumast niður í­ eldhús um nóttina til að háma í­ sig kökurnar. Nigella Lawson liti ekki út eins og hún gerir ef hún legði það í­ vana sinn.

í dag var svo stuttmyndahátí­ðin í­ skólanum og þetta var bara æðislega flott hjá krökkunum. Það voru veitt verðlaun í­ 8 flokkum og verðlaunagripirnir voru sko ekkert slor. Æðislega flottar gull- og silfurlitaðar grí­mur á stöngum upp úr viðarkubbi með gylltu spjaldi á með í­gröfnu fyrir hvað verðlaunin voru veitt. Það var hópur af krökkum í­ skólanum sem útbjó þetta undir styrkri stjórn myndmenntakennarans og ég hef sjaldan séð eins flotta gripi. Þetta jafnaðist alveg á við Edduna eða Óskarinn eða hvað sem er. Hópurinn sem ég hafði eftirlit með fékk verðlaun fyrir bestu búningana, enda lögðu þeir því­lí­kt í­ að fjöldaframleiða sverð, boga, örvar og skikkjur fyrir endurgerð af Lord of the Rings (Komu allri sögunni fyrir á 5 mí­nútum. Það er innan við tvær mí­nútur á mynd). Svo vöfðu þau 14 krakka inn í­ svarta plastpoka og teipuðu í­ bak og fyrir til að láta þá leika Orka. Þetta var allt svona frekar smart (Nema kannski raðhúsin hér í­ Giljahvervinu sem sáust í­ bakgrunninum).

Svo er Daví­ð byrjaður að tjá sig eitthvað í­ sjónvarpinu. Merkilegt að hann skuli allt í­ einu núna vekja máls á því­ að endurskoða ákvæði stjórnarskrárinnar sem fjalla um forsetaembættið. Ég hef sagt það áður að mér finnst þetta embætti óþarfi og ekkert nema í­burður og snobb. Ef forsætisráðherrann er ekki einfær um að skrifa upp á lög þá er hægt að ráða einhvern, t.d. leikskólakennara, í­ þetta í­ 50% starfshlutfalli. Ef þá er hægt að fá sómakæra leikskólakennara til að taka í­ höndina á fjöldamorðingjum eins og Li Peng og félögum.