Vá, ég sá að Sverrir svili vara að telja upp staðina sem hann hefur búið á og þá fór ég að hugsa um allan þann aragrúa staða sem ég hef haft búsetu á á minni ævi. Hvað ætli þeir séu eiginlega margir?
1. Seljavegur 3a. Þangað til ég var þriggja ára
2. Miðvangur 53 Hafnarfirði. Þangað til ég var 14
3. ílfhólsvegur í Kópavogi. Man ekkert númer hvað og bara í nokkra mánuði.
4. Hraunbær 112 (minnir mig). Um sumarið fyrir 9. bekk
5. Fagrahlíð í Mosfellsbæ. Öðru nafni sumarbústaðurinn (bara í nokkrar vikur)
6. Sólvallagata 8. Mjög fínn staður. 10 herbergja íbúð (fjórar stofur og tvö baðherbergi)
7. Framnesvegur 29 (eða var það 27?)
8. Tjarnarból 8. Bjó þar meðan ég var í Menntaskólanum en svo kynntist ég konunni minni og flutti.
9. Laufásvegur (Enn man ég ekki númer hvað, en það var í húsinu á horninu hjá Njarðargötu).
10. Hrefnugata 6 (Norðurmýrin góður staður að búa á)
11. Eggertsgata 10. Hjónagarðarnir meðan ég var í þjóðfræðinni. Dásamlegt að búa þar.
12. Aldersrogade 81. Lítil smáhola í Kaupmannahöfn sem við hýrðumst í.
13. Istedgade 75. Notaleg íbúð en á subbulegum stað. Rétt hjá Isted Gay bar and Sauna!
14. Tjarnarból 8 (Inn á pabba og mömmu í smá tíma).
15. íshamar í Vestmannaeyjum. Man ekki númerið en það var búið í tveimur íbúðum í stigaganginum.
16. Strembugata 22, Vestmannaeyjum. Bjuggum inni á tengdó eitt sumar.
17. Gunnarsbraut 42. Aftur í Norðurmýrina, hvílík dásemd. Meðan ég var í Kennó.
18. Eggertsgata 8. Leigðum á hjónagörðunum um sumarið áður en við fluttum út á land.
19. Kirkjuvegur 10, Hvammstanga. Æðislegt að búa á Hvammstanga ef það væri skóli þar!
20. Vallholt 19, Ólafsvík. Hugguleg og notaleg íbúð en ekki hægt að hafa opna glugga vegna roks!
21. Snægil 10, Akureyri. Fín íbúð en nú er búið að segja mér henni upp svo ég þarf að flytja aftur.
21staður á 32 árum! Það er ekki illa að verki staðið. Vonandi get ég nú bara keypt mér eitthvað hér á Akureyri og búið þar næstu áratugi!