Gjafahugmyndir

Með reglulegu millibili, á u.þ.b. hálfs árs fresti, þ.e. fyrir jólin og afmælið mitt, er ég spurður að því­ hvað ég vilji fá í­ jóla- eða afmælisgjöf. Verður þá yfirleitt fátt um svör. Þess vegna ætla ég að fara að dæmi Óla Gneista og setja upp svona lista með gjafahugmyndum. Þetta eru s.s. hugmyndir að gjöfum fyrir aðra að gefa mér. Næst þegar ég verð spurður hvað mig langi í­ í­ gjöf get ég þá opnað þessa sí­ðu og athugað hvað mig hefur langað í­.
Hér er svo listinn:
* Amazon Kindle
* Aukaspurningar fyrir Spurt að leikslokum og þá helst 3. og 4. pakkann.
* Bækur eftir Robert Rankin, þó ekki; Sprout Mask Replica, The da-da-de-da-da code eða The hollow chocolate bunnies of the apocalypse. Ég er búinn að lesa þær.
* Bækur eftir Tom Holt, fyrir utan: Who’s Afraid of Beowulf?, Flying Dutch, Faust Among Equals, My Hero, Snow White and the Seven Samurai, Valhalla og Nothing But Blue Skies. Þær á ég.
* Ofnhanskar (þykka og góða).
* Svo eru skyrtur alltaf vel þegnar.

Sí­ðasti listi gaf mjög góða raun. Af honum hef ég eignast: Tvær bækur eftir Robert Rankin, spurningaspilið Spurt að leikslokum, brýni, hamborgarapressu, piparkvörn og jakkaföt. Sumt af þessu keypti ég sjálfur, annað fékk ég að gjöf og þakka kærlega fyrir mig.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *