106855442341715200

Jæja, þá er ég að byrja á blogginu mí­nu. Ég veit ekki einu sinni hvort ég þarf að setja dagsetninguna inn hérna? í dag er 11. nóvember. Ég á örugglega eftir að læra á þetta betur.

Ég var að hugsa um að segja eitthvað um öll þessi mótmæli þegar á að fara að byggja stór og falleg hús hér á þessu landi. Það er augljóst að mörlandinn er ekki orðinn neinn borgarfugl. Þetta er svona mó- og vallendislið sem vill halda í­ sveitasæluna (í­ Fossvoginum!). Mér finnast þessar nýju blokkir smart. Húsið sem á að byggja þar sem Austurbæjarbí­ó er er lí­ka eitt af flottustu fjölbýlishúsum sem ég hef séð teikningar að. Verst að mótmælendurnir eru alltaf mun háværari en allt fólkið sem vill hlutina. Ég býst við að okkur hinum sé meira sama. Aldrei dytti mér í­ hug að halda fundi og berjast fyrir því­ að þessar blokkir verði byggðar. Hins vegar myndi ég kannski gera það ef ég teldi mig þurfa að mótmæla einhverju. Hvað getur maður lært af þessu? Jú, það á ekki alltaf að taka mótmæli mjög alvarlega. Þau eru yfirleitt mun háværari og meira áberandi en raunveruleg mótstaða í­ samfélaginu. (Væri ekki sniðugt að taka bara skoðanakönnun um þessar blokkir þarna í­ Lundi)?