106867202672742401

Nú held ég að þetta sé nú orðið alveg hreint svakalega flott. Allt saman komið á í­slensku o.s.frv. Svo er komin mynd af mér og Tag-board og ég veit ekki hvað meira. Þetta er reyndar allt saman henni Gullu að þakka. Þessari elsku. Hún kom að mér þar sem ég var að rembast við að reyna að setja mynd af mér inn á sí­ðuna og sá að ég kunni ekkert á þetta. Fyrst útskýrði hún fyrir mér eitthvað sem ég þyrfti að gera við „html-kóðan“ og láta hann ví­sa í­ mynd sem hún gæti bara „öplódað á sinn sörver“ og sí­ðan heyrði ég nú eiginlega bara Salsa-tónlist. En hún settist nú bara niður við tölvuna og gerði þetta allt fyrir mig. Þessi elska. (Það er tengill í­ hana hér til hliðar). Ég verð að elda eitthvað æðislega gott handa henni á morgun.