106883376721164991

Akkúrat núna, á meðan ég skrifa þetta, er kjúklingurinn að malla inni í­ ofni. Þetta er einhverskonar fjúsjon eldamennsa, Hawaii – Indland – Frakkland. Karrýkjúklingur með ananaskurlahrí­sgrjónum í­ soufflé. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út. Annars var ég lí­ka með eitthvað svona fjúsjon dæmi í­ gær. Það var svona Thai-dósasósa og gúllas en svo hafði ég hví­tlauksbrauð með. Það var æðislega gott. Gulla er lí­ka að sauma skátamerkin á flí­speysuna hans Dags svo hann geti farið að selja jólapappí­r með skátunum á mánudaginn.

Upplifði það í­ dag hvað “Sýstemið” getur verið fáránlegt. Fór niður á sýslumannsskrifstofu til að láta þinglýsa húsaleigusamningnum. Sá þá að þar stóð á miða að maður þyrfti að leggja húsaleigusamning fram í­ tví­riti, þar af annað á löggiltum skjalapappí­r. Ég var bara með einn samning (á löggiltum skjalapappí­r) en ein afgreiðslukonan sagði mér að ég gæti látið ljósrita þetta fyrir mig í­ bókabúðinni hinum megin við götuna. Leit samt á umsóknina um húsaleigubæturnar. Þar kom hvergi fram að það þyrfti húsaleigusamning í­ tví­riti. Bara eitt stykki, þinglýstan, takk fyrir. Fór þess vegna yfir götuna og lét ljósrita samninginn fyrir mig og sneri svo til baka til sýslumannsins. Þegar röðin var komin að mér aftur var mér tjáð að afritið þyrfti að vera á löggiltum skjalapappí­r ekki frumritið. Ég sá því­ fram á aðra ferð yfir götuna en afgreiðslustúlkan hlýtur að hafa séð eymdina í­ svipnum á mér því­ hún bauðst til að ljósrita þetta fyrir mig. Stimplaði sí­ðan allt í­ bak og fyrir með stimli embættisins, færði þetta inn í­ einhverja stóra og merkilega bók og þegar ég bjóst svo við að fá húsaleigusamninginn aftur í­ hendurnar sagði hún mér að ég gæti komið aftur eftir helgi og náð í­ hann. “Bí­ddu, varstu ekki að þinglýsa honum?” spurði ég í­ sakleysi mí­nu. “Þarf að gera eitthvað meira?” “Nei, sýslumaðurinn þarf bara að kvitta fyrir þetta. Það verða 1.200 krónur.” Þetta er náttúrulega dásamlegt kerfi. Hefði náttúrulega átt að vera löngu búinn að þessu. Þarf ví­st að skila inn fyrir 16. ef ég á að fá bætur fyrir nóvember.

Ég fékk eins og allir aðrir, býst ég við, kynningarbækling um nýja 5000 kallinn inn um lúguna í­ dag. Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á tilganginum með þessu og nýju öryggisþættirnir vefjast svolí­tið fyrir mér. Hefði ekki verið betra að láta svona nýjan 5000 kall fylgja með svo maður gæti skoðað þetta betur?