Þá er kominn laugardagur og helgarfríið byrjað. í gær var karíókí-keppni hjá kennurunum og æðislega gaman. Byrjaði samt heldur hægt en svo færðist fjör í leikinn þegar fólk varð drukknara. Eins gott að nemendurnir viti ekki hvernig við erum í raun og veru! Dagur, eldri sonur minn (11 ára) var með mér þegar ég fór í Ríkið og keypti mér nokkra Baccardi Breezer til að drekka um kvöldið. Ég veit að það er kellingadrykkur en mér finnst sterkt vín eiginlega bara vont. Hann heillaðist af töppunum og heimtaði að ég geymdi þá fyrir sig. Á leiðinni heim var hann í heimspekilegum hugleiðingum um framtíð mannkynsins og sagðist búast við því í framtíðinni að mannkynið yrði ein þjóð og þá yrðu engin stríð. Við yrðum bara að bíða eftir því að einhver vitur kæmist til valda eða að George Bush dæi. Hvaðan hefur hann þessar hugmyndir um Bandaríkjaforseta?
Keypti DV í gær, bara svona til að sjá hvernig það væri hjá nýju ritstjórunum. Ég veit ekki hvað þetta er í mér. Man að ég keypti líka fyrsta tölublaðið af NT á sýnum tíma. Mér lýst nú bara ágætlega á þetta blað. Besta fréttin er án vafa LANDSíMINN, en hún hljómar svona:
“Það eru hérna rúmlega þrjátíu strákar í meðferð eða alveg fullt hús,†segir Ólafur Stefánsson forstöðumaður meðferðarstöðvar að Staðarfelli í Dölum. “Þeir sem hingað koma eru líka æ verr farnir, þá eftir neyslu ýmiskonar harðra efna; til dæmis kókaíns, hass og amfetamíns en afar margir ná góðum tökum á tilveru sinni eftir meðferð hér.â€
Gott að vita að ógæfumenn geti leitað til Landsímans með sín vandamál. Svo finnst mér Karl Óskar Guðmundsson landsbókavörður einstaklega fallegur á myndinni á bls. 3.