106923978952306093

Jæja, Þá er það ákveðið. Ég ætla að hætta í­ vinnunni! Veit ekki hvort það verður um áramótin eða í­ vor en ég held ég geti ekki beðið lengur en það. Það er ekki bjóðandi hugsandi fólki að vera grunnskólakennarar.

Aftur eru jólin að byrja alltof snemma. Það kvarta allir og kveina yfir Þessu en samt breytist þetta aldrei. Færist bara framar ef eitthvað er. Eiginlega orðinn hluti af jólastemmingunni að kvarta svolí­tið yfir þessu jólastressi í­ nóvember.

Rifjaðist upp fyrir mér um daginn þegar Halldór ísgrí­msson tók Hringadróttinssögu lí­kinguna sí­na fyrir kosningar og klúðraði fræðunum svo gjörsamlega að ljóst var að hann hafði aldrei lesið þessa bók. Greip bara titilinn Turnarnir tveir og sneri því­ upp á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk. Sjálfur tók hann sér hlutverk Fróða. Hann áleit augsýnilega að turnarnir væru ísarngerði og Mordor, hvort tveggja tákngerfing hins illa. Turnarnir voru hins vegar annars vegar Minas Tirith, höfuðborg Gondor og útvörður frjálsra manna gegn ofurveldi Mordors og hins vegar Minas Morgul, höfuðví­gi hringvomanna sem gengu erinda Saurons hins illa. Það er spurning um það hver gangi þeirra erinda í­ Íslenskri pólí­tí­k. Helst dettur manni í­ hug rí­kisstjórnin og hundsháttur þeirra gagnvart strí­ðsrekstri Bandarí­kjanna. Það þýðir að stjórnarandstaðan er Minas Tirith en mér finnst það heldur mikið lagt á mjóar herðar. Sé að minnsta kosti engan þar sem er nokkur Gandalfur. Kannski er Stebbi Páls Fróði? Hann hefur a.m.k. krullurnar!

Þetta fór ég sem sagt að rifja upp meðan ég var að lesa nýju Harry Potter bókina fyrir strákana. Það var eitthvað við Voldemort sem minnti mig svo sterkt á Sjálfstæðisflokkinn og Lucius Malfoy bara hlýtur þá að vera Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Galdramálaráðuneytið er lí­ka dæmigerður Framsóknarflokkur og Cornelius Fudge er mun lí­kari Halldóri ísgrí­mssyni en Fróði nokkurn tí­mann. Þarna reyndar endaði þessi samlí­king því­ eins og áður var erfitt að finna stjórnarandstöðuna þarna. Er Hogwart Samfylkingin og Fönixreglan Vinstri-Grænir? Eða er Fönixreglan Samfylkingin og Harry, Ron og Hermoine Vinstri-Grænir? Steingrí­mur, Ögmundur og Katrí­n! Eða eru þau kannski Frjálslyndir? Er Hermoine Granger Ingibjörg Sverris? A.m.k. er Lúna Lovegood örugglega Kolbrún Halldórs.

Veit einhver um vinnu fyrir háskólamenntaðan, harðduglegan og hugmyndarí­kan mann á Akureyri?