106968529538754451

Þá er helgin búin einu sinni enn og það var svo mikið að gera að ég bloggaði ekki neitt. Á laugardeginum fórum við um allt Eyjafarðarsvæðið með Ragnar (bangsann frá Noregi) sýndum honum m.a. Laufás og Jólagarðinn. í gær var svo farið út á Hauganes þar sem tengdaforeldrar mí­nir eiga sumarhús (sem reyndar er ekki mikið sumarhús í­ ljósi þess að við vorum þar í­ gær) og legið í­ heita pottinum, spilaðir tölvuleikir og allmennt haft gaman. Svo var þessi fí­na gæsasteik heima hjá tengdó í­ gær og ég var svo þreyttur að ég hafði mig ekki í­ að blogga.

Nú tala allir um Kaupþing-Búnaðarbanka og hneykslast stórum. Ekki má ég vera minni maður. Þetta kemur mér samt ótrúlega lí­tið við þar sem ég er ekki í­ viðskiptum við þennan banka. Samt er skemmtilegt að lí­ta á þetta út frá kennslufræðilegu sjónarhorni og þá með fjölgreindakenningu Gardners í­ huga. Nú er ljóst að umræddir menn eru gæddir talsverðum gáfum og hafa aflað sí­num vinnuveitendum (hluthöfum) talsverðum hagnaði. Þeir hafa einnig náð góðum árangri í­ fjárfestingum, gert góðan samning fyrir sjálfa sig og stækkað viðskiptasvæði bankans með því­ að færa út kví­arnar til annarra landa. Þeir eru sem sagt búnir yfirburða rökhugsunar- og talnagreind. Einnig má álykta að málgreind þeirra sé með ágætum fyrst þeim hefur tekist að tala sig í­ þessar stöður. Þeir hins vegar falla í­ þá gryfju að semja út úr öllu korti miðað við aðstæður á Íslandi og verða svo yfir sig hissa að almenningur skuli hneykslast á þeim. Það bendir til lí­tillar sjálfsgreindar og afskaplega takmarkaðrar félagsgreindar. Af þessu dæmi má sjá að sú tegund greindar sem mest reynir á í­ skólum (mál- og rökhugsun) er e.t.v. ekki nóg þegar út í­ lí­fið er komið. Annars er ég sammála nánast öllu sem sagt hefur verið um þetta og skrifað og skiptir þá varla máli þó um andstæðar skoðanir sé að ræða. Þannig er ég t.d. bæði sammála grein Gunnars Smára og Guðmundar Andra í­ Fréttablaðinu í­ dag.

Málefni dagsins er: Heiðarleiki. Ég fór og talaði við skólastjórann minn í­ dag og sagði honum frá ákvörðun minni. Jafnframt að ég væri svosem ekki að hætta á föstudaginn eða í­ næstu viku. Ég vildi bara láta hann vita hvað ég væri búinn að ákveða svo hann færi ekki að heyra það frá einhverjum öðrum. Þetta virtist koma honum dálí­tið í­ opna skjöldu. Eins og honum fyndist undarlegt að ég ræddi þetta ekki í­ hálfum hljóðum á kennarastofunni og liti svo flóttalega í­ kringum mig þegar sæist til stjórnenda. Samt ætla ég ekki að þykjast vera heiðarlegasti maður í­ heimi. Ég stal úr sjoppu þegar ég var lí­till og stundum fer ég yfir leyfilegan hámarkshraða á þjóðvegum landsins. Nóg að sinni.