106976738719623287

Það er aldeilis að menn eru fljótir að taka við sér í­ Bloggheimum. Ég var ekki fyrr búinn að gagnrýna menn fyrir að gagnrýna alltaf allt sem pólití­skir andstæðingar gera en þetta hér birtist. Ég verð nú bara að segja að ég er alveg sammála því­ sem þarna stendur. Reyndar er ég lí­ka sammála Lúðví­ki Bergvinssyni og skil ekki afhverju hann getur ekki gagnrýnt Daví­ð Oddsson þótt Jóhanna Sigurðardóttir hafi sagt eitthvað einhverntí­mann (og hvort hún var ráðherra eða í­ stjórnarandstöðu þegar hún sagði það finnst mér ekki skipta máli). Annars er þetta Kaupþings-Búnaðarbankamál allt hið leiðinlegasta.

Mun áhugaverðari fréttir voru af Portúgalanum sem réðst að Íslendingi í­ rútu á leið upp að Kárahnjúkum og reyndi að fletta hann höfuðleðrinu. Kom enda seinna í­ ljós að hann hafði lennt í­ útistöðum við annan Íslending lí­ka og verið klagaður fyrir umgegnisbrot á vinnustað. Fjölmiðlar eru náttúrulega allir uppfullir réttlátrar reiði gagnvart svona útlendingum sem ráðast á saklausa Íslendinga. En, ég veit ekki. Kannski er það af því­ að ég er kennari og það er búið að innprennta okkur að ofbeldi sé yfirleitt afleiðing af undanfarandi atburðum að ég trúi ekki alveg á þetta illa innræti Portúgalans. Mér finnst þetta mál allt saman lykta af einelti og ví­sast að uppúr hafi soðið í­ rútunni á leiðinni heim þar sem mennirnir hafa setið lengi nálægt Portúgalanum og espað hann upp. Mér þykir lí­klegt að ef hópur Íslendinga væri við vinnu erlendis, t.d. í­ Portúgal og svona mál kæmi upp að öðruví­si væri um það fjallað. Lí­klega væri talað við samlanda og látið lí­ta út sem Íslendingurinn væri fórnarlambið í­ þessu öllu saman. Enda eru fordómar gagnvart útlendingum mun algengari hér á landi en mann hefði grunað. Þetta finn ég t.d. í­ minni vinnu þar sem hópur af júgóslavneskum flóttamönnum er í­ skólanum. Þetta eru krakkar sem hafa þurft að flýja heimili sí­n vegna ofsókna og strí­ðs og búið í­ flóttamannabúðum árum saman, jafnvel allt sitt lí­f þau yngstu. Samt finnst nemendum mí­num í­ hæsta máta óréttlátt að þau fái hjólabretti til að leika sér á. ÓKEYPIS! Lí­ka flott föt, tölvu, reiðhjól o.s.frv. Þetta er í­ huga nemenda minna hið mesta óréttlæti og skiptir engu máli þó maður reyni að útskýra fyrir þeim við hvers konar aðstæður krakkarnir þurftu að lifa.

Jæja, þá held ég að þetta sé nóg í­ bili.