107013892532441441

Þá er helgin komin aftur, en ég var nú lí­ka heima í­ gær. Vaknaði með þennan lí­ka svakalega hausverk og strengi um allan lí­kamann. Hringdi í­ skólann og tilkynnti veiklulega að ég kæmist ekki þann daginn og fór svo aftur að sofa. Vaknaði sí­ðan stálsleginn upp úr hádegi og hafði hálfgert samviskubit yfir því­ að lí­ða svona vel. Ekki skánaði það þegar konan fór að taka til fyrir saumaklúbbinn sem hún var með í­ gærkvöldi og skipaði mér að fara með flöskur og gömul dagblöð í­ endurvinnsluna. Þar var ég sem sagt hinn hressasti akkúrat þegar ég átti að vera að kenna þýsku í­ skólanum! Vona bara að enginn hafi séð mig!

í morgun fór ég svo inn í­ Freyvang þar sem á að fara að setja upp Ronju ræningjadóttur. Það fyrsta sem ég sá voru náttúrulega tveir nemendur mí­nir sem virtust hálf undrandi á því­ að sjá mig þarna svona hressan. Jæja, skiptir ekki máli, það var mjög gaman og kannski fæ ég svo hlutverk og allt. Ætlaði svo kannski að lí­ta á fundinn hjá herstöðvarandstæðingum á Kaffi Amor í­ dag en var svo settur í­ að hengja upp jólaljós og greni á húsið. Þetta er allt orðið mjög jólalegt. Annars er ég ekki herstöðvarandstæðingur. Ekki frekar en ég er herstöðvarfylgismaður. Ég er hins vegar stuðningsmaður þátttöku Íslands í­ NATO (þó þau samtök hafi gert ýmislegt óforsvaranlegt án þess að Íslendingar mótmæltu sem við hefðum átt að gera).

Annars er mér messt niðri fyrir vegna fréttar í­ Fréttablaðinu um álit umboðsmanns Alþingis um rétt barna. Ég held að ég sé nánast ósammála öllu sem þar kemur fram. Lækkað aldurstakmark barna til ákvarðanatöku um skráningu í­ trúfélög. Ég er á móti því­. Börn eiga ekki að þurfa að ákveða það þegar mörghundruðþúsundkróna fermingarveislur hanga á spýtunni. Friðhelgi einkalí­fs innan fjölskyldu. Ég er á móti því­. Foreldrar bera ábyrgð á börnum sí­num þar til þau verða 18 ára og eiga að hafa fullan rétt til að vita allt sem þeir vilja fram að því­ (leita að sí­garettum, fí­kniefnum o.s.frv.). íkvörðunarréttur í­ persónulegum málum aukist með hækkandi aldri og auknum þroska. Ég er ósammála því­. Því­lí­k vitleysa. Svo er sérstaklega minnst á grunnskóla í­ sambandi við þetta. Ég veit ekki betur en að grunnskólar taki engar ákvarðanir um persónuleg málefni nemenda nema í­ samráði við foreldra og það eru þeir en ekki börnin sem hafa þroska og vit til að taka þær ákvarðanir (í­ sumum tilfellum að minnsta kosti). Tillögur sem varða réttindi barna um samþykkt til þátttöku í­ ví­sindarannsóknum o.s.frv. Ég er ósammála. Hvað er eiginlega að? Eiga börn ekki lengur foreldra sem eiga að taka ábyrgð á þeim og sem þau eiga að hlýða? Ekkert helví­tis kjaftæði um friðhelgi einkalí­fsins neitt. „Ég er pabbi þinn og ég kem inn í­ herbergið þitt þegar mér sýnist og allar meiriháttar ákvarðanir um þitt lí­f þangað til þú verður 18 ára tek ég!“ Þetta réttindakjaftæði er komið út í­ algerar öfgar!