107023094383928387

Ég nenni eiginlega ekki að blogga í­ dag. Mér datt eitthvað frábært í­ hug í­ hádeginu sem ég var að hugsa um að blogga um en núna er ég búinn að gleyma því­ svo það getur ekki hafa verið svo frábært. Svo eru að fara að byrja próf í­ skólanum sem ég á eftir að semja, sitja yfir og fara svo yfir. þar að auki á ég eftir að fara yfir helling af verkefnum og prófum sem eru eflaust farin að halda að þau hafi fundið sér varanlegan samastað í­ töskunni minni. Og þar að auki eiga 9. bekkingarnir að skila bókmenntaritgerðinni á morgun. Næstu vikur verða sem sagt heimavinnuvikur. Ekki hjá nemendum, hjá mér. Jæja best að hætta þessu væli. Lí­fið er dásamlegt! A.m.k. verður maður að reyna að telja sjálfum sér trú um það. BBí­B.