107028559683768267

Mikið er það nú skondið allt þetta tilstand í­ kringum Spegilinn. Menn skiptast í­ flokka, nokkurn vegin eftir stjórnmálaskoðunum, um hvort hann sé vinstrisinnað samsæri gegn rí­kisstjórninni eða vandaður fréttaskýringaþáttur sem sýnir oft þá hlið málsins sem ekki blasir við í­ hefðbundnum fréttum. Ekki get ég tekið afstöðu til þess hvort þessi þáttur sé vinstrisinnaður eða ekki. Helst hefur mér fundist bera á því­ að hann sé and-amerí­skur og ef það þýðir að hann sé vinstrisinnaður þá er Jaques Chiraq það lí­ka. Hins vegar hefur mér fundist gaman af Speglinum og man hvað mér fannst leiðinlegt hér um árið þegar Svæðisútvarp Norðurlands tók alltaf við af fréttunum svo maður missti af Speglinum. Núna er ég orðinn eldri og þroskaðri og hlusta mest á gömlu Gufuna og sjá, þar er Spegillinn í­ allri sinni dýrð og ekkert helv…. Svæðisútvarp. Rétt eins og ég sagði áðan þá sýnir Spegillinn oft aðra hlið á málunum en þá viðteknu. Þá hlið sem er reifuð í­ fréttum. Þannig var marktækur munur á umfjöllun frétta um íraksstrí­ðið og umfjöllun Spegilsins um sama efni. Ef það á að ásaka Spegilinn um vinstrislagsí­ðu fyrir þetta hlýtur maður jafnframt að draga þá ályktun að í­ hefðbundnum fréttum, þar sem birtar eru athugasemdalaust fréttatilkynningar frá Bandarí­kjaher og í­sraelsku rí­kisstjórninni, hljóti þá að vera slagsí­ða í­ hina áttina. A.m.k. get ég stundum ekki orða bundist þegar verið er að fjalla um ísrael í­ sjónvarpsfréttunum (á báðum stöðvum). Þrátt fyrir þetta vil ég ekki taka undir þá gagnrýni að Spegillinn sé „vinstriþáttur“. Heldur vil ég halda því­ fram að hefðbundnar fréttir endurspegli tí­maleysi og vinnuaðstæður fréttamanna sem fá tuttugueðaeitthvað fréttir til að kanna og skoða á dag og koma litlu frá sér nema tilvitnunum í­ þá sem hafa eitthvað um málin að segja. Þeim gefst enginn tí­mi til að rannsaka fullyrðingar viðmælenda eða kafa dýpra í­ mál, eins og manni sýnist að umsjónarmenn Spegilsins hafi tí­ma til að gera. Kannski að best væri fyrir Markús Örn að stofna ekki hægri sinnaðan fréttaþátt til hliðar við Spegilinn heldur skipa umsjónarmönnunum að taka fyrir jafn mörg mál og hefðbundnar fréttir. Einnig mætti nota þá aðferð sem hefur verið beitt í­ grunnskólunum til að draga úr gæðum kennslu að hrúga upp samstarfsfundum, stefnumótunarfundum, markmiðssetningarfundum, starfsmannafundum, deildarfundum og foreldrafundum (það á að ví­su ekki við um útvarp en hægt væri að halda hlustendafundi). Svo er hægt að halda áfram með grunnskólaaðferðina og láta menn skila stefnumótum í­ þrí­riti hverju í­ sí­na möppuna, vikulegum vinnuáætlunum, markmiðssetningu í­ þrí­riti í­ aðrar möppur en stefnumótunina, skilgreiningum og viðfangsefnum í­ vinnuplögg, bæklinga, heimasí­ður, fréttabréf, stofnanareglur (námsví­sa, námskrár, skólamat) o.s.frv. o.s.frv. Ef það verður farið að þessum ráðum get ég ábyrgst að umsjónarmönnum Spegilsins mun ekki gefast neinn tí­mi til að undirbúa kennslu, afsakið útvarpsþáttinn, og þá verður hann eflaust jafn innihaldsrýr og gagnrýnislaus og útvarpstjóri ætlast til. Allt í­ lagi bleeeees…