Nú árið er liðið í aldanna skaut. Nei, reyndar ekki alveg. Ég verð hins vegar úti á Hauganesi næstu tvo daga og þess vegna ekki í netsambandi þannig að ég óska öllum farsæls komandi árs nú þegar. Mikið fara þessar flugeldaauglýsingar frá Landsbjörg í taugarnar á mér. Nei, ekki þessi með textanum: „Hjálparsveit skáta skaffar …
Monthly Archives: desember 2003
107266005263220378
Skúli vinur minn hringdi í mig áðan og við töluðum saman í rúman klukkutíma. Það er met fyrir mig þar sem ég veit fátt verra en að reyna að eiga persónulegt samtal gegnum síma. Mín símtöl vara yfirleitt innan við mínútu. Skúli er hins vegar einn af þessum mönnum sem getur talað endalaust í síma …
107256615328060418
Þá eru jólin að kveldi komin og hversdagsleikinn að byrja aftur. Ansi hreint góð grein um jólin hérna. Þetta ætti náttúrulega að vera skyldulesning í Kristinfræðinni í grunnskólum landsins. Það hefur svo sem nóg verið að gerast yfir jólin og brunarnir fyrir áramótin eru þegar byrjaðir. Ég fékk Night Watch eftir Terry Pratchett frá Gullu …
107200949119066011
Vá, bara kominn síðasti sunnudagur í Aðventu, jólafríið byrjað og ég meira að segja búinn að kaupa allar jólagjafirnar (eða næstum því, það er ein eftir). Fór í gærkvöldi til tengdó að baka jólakökuna. Þar á bæ er alltaf bökuð hvít randalína fyrir jólin og Gulla vildi alls ekki missa af því fyrst við erum …
107169378087020836
Lítið að frétta í dag. Mér var hins vegar bent á að írmann Jakopsson hefði verið dómari í Gettu Betur fyrir ekki löngu síðan. Það má hins vegar minnka menningarmismuninn í keppninni með því að spyrja meira um hluti er tengjast verkmenntum og iðnnámi. Kannski líka spyrja út í efni er tengjast uppeldismálum og félagsvísindum? …
107151545394568624
Þá er mesta prófastressið búið og maður getur farið að blogga aftur. Búinn að fara yfir öll próf og færa einkunnirnar inn í tölvukerfi skólans. Nú er bara að bíða eftir kvörtunum nemenda (og foreldra nemenda) sem fá lágar einkunnir og spyrja í forundran af hverju ekki var hægt að kenna þeim þetta betur. Það …
107114586889113653
Æi ég veit að það er hálf hallærislegt að taka svona persónuleikapróf og setja þau svo á bloggið sitt, en þetta var bara svo niðugt. Sá þetta hjá Gullu elskunni og vildi deila þessu með fleirum. You are ‘Christmas Time is Here, by Golly!’, by Tom Lehrer. Hmm, you really don’t like Christmas, do you? …
107114427902403739
Ég fékk þetta dásamlega bréf frá serbneska sósíalistaflokknum í dag og fannst sem ég þyrfti að deila því með einhverjum: 10. December 2003. L o z n i c a Serbia&Monte Negro Dear comrades, in the upcoming years we will have difficulties with new form of social problems. Globalization and new form of Imperialism are …
107097433339355911
Fór og tók próf á vefnum áðan sem heitir „What colour are you“. Kom í ljós að ég er svona ljósgrænn. you are palegreen Your dominant hue is green. You’re logical and steadfast, focused on figuring life out and doing what makes sense. You value being trusted because you know you’re taking the time to …
107080216946231595
Ég las það á textavarpinu í gær að Rússar væru að ásaka Bandaríkjamenn um að hafa haft hönd í bagga með Flauelsbyltingunni í Georgíu (ég veit að sumum finnst ákaflega pirrandi að kalla þetta Flauelsbyltinguna). Það kom mér svo sem ekkert á óvart enda skrifaði ég um það í lærðri grein um stjórnmál í Georgíu …