107151545394568624

Þá er mesta prófastressið búið og maður getur farið að blogga aftur. Búinn að fara yfir öll próf og færa einkunnirnar inn í­ tölvukerfi skólans. Nú er bara að bí­ða eftir kvörtunum nemenda (og foreldra nemenda) sem fá lágar einkunnir og spyrja í­ forundran af hverju ekki var hægt að kenna þeim þetta betur. Það þýðir lí­tið að benda þeim á að sumir náðu að læra þetta upp á tí­u en þeir hafi einfaldlega ekki verið að fylgjast með. Þá byrjar yfirleitt vælið um aukatí­ma og hættir ekki þó nemendum sé bent á að best sé að fylgjast með í­ tí­mum áður en menn fara að heimta aukatí­ma. Það virkar samt yfirleitt ekki því­ þá er kvartað undan því­ að það sé svo mikill hávaði og læti í­ tí­mum að það sé erfitt að fylgjast með. Þá er þeim bent á að það séu nú þeir sjálfir sem eru með mestan hávaðann og lætin og fylgist ekki með og fái þess vegna lágar einkunnir og þá loksins gefast flestir upp. Þeim sem gera það ekki bendi ég á að hringja í­ skólastjórann og reyna að krí­a út aukatí­ma, en hingað til hefur engum tekist það.

Jæja, nóg um skólann. Það hefur svo sem nóg verið að gerast í­ heiminum meðan ég var á hvolfi yfir prófunum. Það er ekki eins og heimsbyggðin stöðvist þó Danni þurfi að stússast í­ prófum. Saddam fundinn og allt. Samt efast enginn um að árásirnar í­ írak haldi áfram og að tilgangslaust mannfall Bandarí­kjamanna annars vegar (sem af einhverjum ástæðum kalla sig The Coalition Forces) og óbreyttra borgara (helst barna) hins vegar haldi áfram. Fyrst búið er að handsama Saddam þá held ég að það sé best að ég komi út úr skápnum og lýsi því­ hér með yfir að allt frá Flóastrí­ðinu hef ég haft samúð með Saddam og hans málsstað. Það er að sjálfsögðu óþolandi að smárí­ki á borð við Kúvæt sé að dæla olí­u undan í­rösku landi (a.m.k. umdeildu landi) og selja á undirverði á heimsmarkaði. Sérstaklega þar sem soldánafjölskyldunni í­ Kúvæt er mikilvægara að halda olí­uverði í­ heiminum lágu svo fjárfestingar þeirra í­ fyrirtækjum á Vesturlöndum borgi sig en að hafa hagnað af olí­uvinnslunni sjálfri (sem þó er umtalsverður). Svo finnst mönnum skrýtið að Saddam hafi komið á óvart að Bandarí­kjamenn hafi æst sig upp við þetta sem fram að því­ höfðu verið bestu vinir hans meðan hann var að berja á Æjatollunum í­ íran. Nei, þessu er svarað með strí­ði um Kúvæt og áratugalöngu viðskiptabanni sem hefur gengið að þúsundum í­raskra barna dauðum. Og allt þetta í­ nafni lýðræðisins sem þó hefur alltaf verið a.m.k. meira í­ írak en Kúvæt. Er það skrýtið að Saddam eigi samúð mí­na alla? Burt séð frá því­ að hann lét myrða einhver þorp af Kúrdum. Meira að segja ég á erfitt með að réttlæta það! Ætli hann hafi ekki bara verið svona fúll útaf þessu Kúvæt-klúðri. Ég er viss um að mannkynssagan á eftir að dæma þá félaga Saddam og Bushana öðruví­si en við gerum í­ dag. Enda hafa fjöldamorð aldrei þótt stór ljóður á ráði manna í­ þeirri sögu.

Þetta sem að framan er ritað er svolí­tið siðlaust en þó ekki jafn siðlaust og starfslokasamningur Daví­ðs Oddssonar sem gengur undir nafninu „Frumvarp um peninga handa mér“ eða eitthvað svoleiðis. Ég eiginlega bara man ekki hvenær mér var sí­ðast ofboðið svona rosalega. Einhvern veginn voru kaupréttarsamningar Kaupþings-Búnaðarbankamanna ekkert í­ samanburði við þetta, því­ eiginlega bjóst maður alveg við þessu af þeim. Meira að segja strí­ðið í­ írak og Afganistan, gasárásir á Kúrda, morð Bandarí­kjamanna á afgönskum börnum … ekkert af þessu kemst í­ hálfkvisti við hneykslun mí­na á þessum eftirlaunasamningi. Kannski út af því­ að maður býst alveg við ákveðinni hegðun af ofstækisfullum Bandarí­kjaforsetum, múslí­maklerkum, ísraelsmönnum, Heimdellingum o.s.frv. En einhvern veginn hélt maður að stjórnarandstaðan væri betri en það að láta kaupa sig með þremur silfurpeningum. Það sem mér finnst einna verst er að þegar mönnum er bent á þetta þá er ekki einu sinni eins og þeir skammist sí­n og sjái að sér eins og Kaupþings-Búnaðarbankamennirnir. Nei, það er lagt fram frumvarp um að fresta málinu. Fresta málinu!!! Svo sitja þessir herrar og frúr hjá og þykjast þannig saklaus af sví­narí­inu. Er þetta fólk veruleikafirrt með öllu? Skelfilegast er svo að sjá að það sé svona auðvelt að kaupa ungu Framsóknarmennina sem halda áfram að spila með sí­nu liði og selja sannfæringuna fyrir eftirlaunasamninga og forsætisráðherrastól handa formanninum! Já, mér er ofboðið og mér er lí­ka ofboðið með því­ hvernig verkalýðshreyfingin hefur brugðist …. við eða ekki brugðist við réttara sagt. Jú, jú, einhverjir gullkálfar hóta að segja sig úr Samfylkingunni, eins og öllum sé ekki sama og þykjast þannig álí­ka saklausir af verknaðinum og þeir þingmenn sem ákváðu að sitja hjá. Ég efast ekki um að fólki með önnur laun en ráðherrarnir (þ.e.a.s. allir aðrir í­ verkalýðshreyfingunni nema formennirnir) er jafn ótrúlega mis-, of- (og hvaða önnur viðeigandi forskeyti sem hægt er að hugsa sér) boðið og mér. Hvernig væri að verkalýðshreyfingin hvetti fólk til að gera eitthvað til að reyna að koma í­ veg fyrir þetta? Skí­tt með það hvort það væri löglegt eða ekki! Grí­pum til skipulagðra vinnustöðvana þangað til þetta verður dregið til baka! Förum út á göturnar og stöðvum umferð! Ráðumst til inngöngu í­ stjórnarsetur og fleygjum valdhöfunum á dyr! Gerum Flauelsbyltingu! Hættum ekki fyrr en annað hvort a) frumvarpið verður dregið til baka, eða b) allir fá sömu kjarabætur og Daví­ð Oddsson. Eina fólkið sem hægt er að taka ofan fyrir í­ þessu máli eru þeir þingmenn sem þó sáu að sér þegar lætin hófust í­ samfélaginu og greiddu atkvæði gegn viðbjóðnum. Við skulum samt ekki halda að þau hafi ekki vitað fullkomlega hvað var þarna á ferð og verið samþykk því­ áður en almenningi varð ljóst hvað var á seyði.

Og ég er ekki búinn enn. Nei, nei, nei og aftur nei. Ég er úrvals kverúlant og get amast við nánast hverju sem er í­ allan dag ef því­ væri að skipta. Það sem ég er að hugsa um núna er það að sí­ðustu dómarar Gettu Betur-keppninnar hafa verið fyrrverandi MR-ingar (eins og reyndar ég sjálfur) og einnig komið nálægt keppnisliðum MR í­ gegnum tí­ðina. Enda hefur MR unnið sí­ðasta áratug og e.t.v. lengur. Nú er ég ekki að halda því­ fram að þessir dómarar hafi verið að svindla, enda þekki ég Stefán og Svein og veit að þeir eru prýðispiltar og drengir góðir. Nei, það sem ég hef áhyggjur af er að það verði ákveðin menningarmismunun sem er vilhöll MR-ingum. Ég hef sjálfur vitað svör við spurningum í­ Gettu Betur vegna þess að kennarar í­ MR höfðu rætt um það utan námsefnis, notað það sem dæmi, brandara eða þess háttar. Einnig er ég í­ hópi þeirra sem tóku eitt ár í­ MR tvisvar og veit því­ að kennarar þar kenna sömu tí­mana aftur og aftur með sömu bröndurum á sömu stöðum í­ námsefninu og árið áður. Ég veit lí­ka að margir þeirra kennara sem kenndu Sveini og Stefáni eru enn að kenna í­ MR. Þannig held ég að menningarlegur bakgrunnur dómaranna geri MR hærra undir höfði en öðrum skólum, lí­kt og menningarlegur bakgrunnur veldur því­ að greindarpróf eru vilhöll hví­tum, vestrænum karlmönnum. Ég legg til að reynt verði að fá fjölbreytni í­ þetta með því­ að fá dómara ví­ðar að, t.d. þá írmann og Sverri Jakopssyni, en hugmynd mí­n um Flauelsbyltingu ætti einmitt að vera áhugaefni þess sí­ðarnefnda.

Ætli ég fari þá ekki að hætta þessari heilaælu og þurrka upp eftir mig.

Kannski eru þó verstu fréttirnar af þessu öllu saman þær að Fréttir punktur kom hættu rétt á meðan ég var í­ þessari prófalotu. HÆGíIR!!!