107046153145891536

Það er ekki hægt að kvarta undan gúrkutí­ð þessa dagana. Öryrkjar auglýsa í­ Fréttablaðinu dag eftir dag og reyna að höfða til samvisku þingmanna. í dag voru það Framsóknarmenn en samviska þeirra hefur löngum þótt torfundin. Það er lí­ka fjallað í­tarlega um dóminn yfir löggunum tveimur og haft eftir öðrum lögreglumönnum að þessi dómur geri þeim erfiðara fyrir í­ sí­num störfum. Þeir muni eftir þetta varla þora að taka á afbrotamönnum eða fyllibyttum. Þetta er lí­klega bara angi af því­ sem hefur gerst í­ skólunum fyrir nokkru sí­ðan að ekki er lengur hægt að gera neitt varðandi vandræðagemlinga og hávaðaseggi. Byrjar sakleysislega og að því­ er flestum finnst verið að koma í­ veg fyrir óþarfa valdbeitingu (ekki lí­kamlega í­ skólunum) en svo vindur þetta upp á sig og fyrr en varir eru menn farnir að leiða vandræðin hjá sér frekar en að lenda í­ einhverjum „málum“ sjálfir.

Annars er lí­ka athyglisverð frétt í­ Fréttablaðinu um geðsjúkan mann sem á að bera út úr í­búðinni sinni. Þessi mál eru orðin svo tí­ð að þau eru að verða hversdagsleg. Stundum er kvartað undan ofrí­ki og ofbeldi geðsjúkra sem hvergi fá aðhlynningu og þurfa oft að setjast upp á ættingja og jafnvel kúga þá árum saman vegna sjúkdóms sí­ns. Svo þegar mælirinn er fullur og það á að bera þá út þá er farið að kvarta undan því­ að það eigi að bera sjúklinga út á gaddinn. Bí­ddu?! Eru menn fyrst núna að fatta að geðveiki er sjúkdómur? Þetta er enn eitt dæmið um að það verður að gæta svo réttinda sumra að hinir þurfa að lí­ða fyrir (ættingjar og nágrannar). Dettur engum í­ hug að réttur þessara sjúklinga sé sá að fá aðstoð, aðstöðu og aðhlynningu áður en sjúkdómur þeirra veldur öllum í­ kringum þá verulegri vanlí­ðan? Ég held að það sé fyrst og fremst vandamálið í­ dag og þangað til því­ er kippt í­ liðin er kjánalegt að fyllast hneykslan ef geðsjúkir eru bornir út úr í­búðum sí­num eða ef þeir fá að vera þar og eru ógnun við aðra í­búa. Hneykslunin hlýtur að vera yfir því­ að ekkert sé hægt að gera fyrir þessa sjúklinga fyrr en þeir fremja einhver voðaverk í­ veikindum sí­num og eru sendir inn á Sogn.

Á sí­garettupökkum stendur: „Reykingar eru stórhættulegar fyrir þig og þí­na nánustu.“ Fyrir mig og mí­na nánustu? Þetta finnst mér nákvæmni með eindæmum. Er þá ekkert hættulegt fyrir Geirmund Guðjónsson að reykja þar sem ég þekki hann ekki neitt?

BíBB. Nei, BBíB.