Lítið að frétta í dag. Mér var hins vegar bent á að írmann Jakopsson hefði verið dómari í Gettu Betur fyrir ekki löngu síðan. Það má hins vegar minnka menningarmismuninn í keppninni með því að spyrja meira um hluti er tengjast verkmenntum og iðnnámi. Kannski líka spyrja út í efni er tengjast uppeldismálum og félagsvísindum? Mér hefur sýnst spurningaliðsnerðir frekar vera bóknámsmenn en verknáms og frekar í „hörðum“ vísindum þar sem fjallað er um staðreyndir en „mjúkum“ sem fjalla um tilhneigingar og líkindi.
Annars sá ég mér til mikillar ánægju í EXTRA núna áðan að það er starfsrækt erótísk verslun hér á Akureyri! Hún mun meira að segja vera í göngugötunni þó ég hafi ekki tekið eftir henni þar. Spurning hvort það sé ekki betra fyrir svona verslanir að vera í hliðargötum? Ætli maður verði að fara og tékka á úrvalinu svona fyrir jólin.
„Amma sá afa káfa af ákafa á Samma.“ Hvað er merkilegt við þessa setningu? Jú, hana má lesa bæði aftur á bak og áfram. Fullt af svona samhverfum á Baggalúti.