Önnur sýningarhelgi og allt gekk að óskum í dag. Eftir að ég kom heim og var búinn að fara í sturtu og svona ákvað ég að ganga út í Síðu og kaupa gos til að hafa með matnum. Strákarnir fóru með mér og við nutum þess að rölta þetta í góða veðrinu. Það var einhvern …
Monthly Archives: febrúar 2004
107800991272269977
Ekki mikið að frétta héðan. Vetrarfríið er að verða búið og ég er búinn að slappa þvílíkt af að það hálfa væri nóg. Sýndum Ronju í þriðja skiptið í dag og þetta var besta sýningin mín, enda var ég nánast raddlaus á þeim tveim fyrstu. Mikið svakalega er Landsins snjallasti ömurlegur þáttur! Og rosalega voru …
107766163217936988
Var að fá bréf í ábyrgðarpósti þar sem leigusali minn tilkynnir mér að hún sé búin að ákveða að skila Akureyrabæ íbúðinni (hún keypti hana í félagslega kerfinu) og þurfi því að segja mér upp leigunni. Ég hef þriggja mánaða uppsagnarfrest og þarf því að skila íbúðinni 1. júní. Helvítis, andskotans, djöfulsins, morrans, rassgats, ólukkans, …
107755611840023865
Frumsýningarhelgin búin og allt tókst þetta stórslysalaust. Ég var samt að drepast úr hálsbólgu og kom varla upp einu orði. Sendi tengdamömmu greyið í apótek að kaupa handa mér hóstasaft og hálstöflur rétt áður en ég átti að leggja af stað á frumsýninguna og var svoleiðis að drepast úr stressi að ég steingleymdi að þakka …
107727946065127197
Dauði og djöfull. Fari það í norður og niðurfallið! Ég virðist vera að fá aftur hálsbólgufjandann sem lagðist á mig síðustu helgi. Akkúrat þegar á að frumsýna Ronju. Það er ekki gott ef maður verður rífandi hás á morgun. Svo fylgdi margsíðna auglýsingapési Fréttablaðinu í morgun um nýjasta siðleysið í bankaheiminum. Þessi morrans e-kort. Mikið …
107710017268001247
Frank Zappa íturvaxinn Amor er. Hann örvum skýtur glaður. í lífsins dansi leika sér léttlynd kona og maður. Kampavíns kempur og krómantík er kósínus tónlistarmanna. Postula-Palli og pönkarafrík sér pilla á dansleik svanna. Frank Zappa í svampfrakka var að stappa krakka í pappastampa. Krabbi með krampa er kampavínskempa, býr til keppnislampa og trampar á glampa. …
107703925095150212
Hér er joðið sem vantar í greinina hér fyrir neðan: j
107703890756786159
Jæja, svo Helgi kallinn Hóseasson er bara enn á lífi! Það eru gleðilegar fréttir. Til að halda upp á það og votta honum virðingu mína er ég að hugsa um að útbúa mér svona skilti með einhverri góðri áletrun og fara og standa hérna niðri á Hlíðarbraut í nokkurn tíma. Látið mig vita ef ykkur …
10769379568130752
Rosalega var heimildarmyndin um Helga Hóseasson í gær merkileg! Maður getur ekki annað en verið stórundrandi yfir mannvonskunni í kirkjunnar mönnum að láta þetta ekki eftir karlinum að leyfa honum að ógilda skírnarsáttmála sinn. Vatsðebigdíl? Þetta opnaði líka augu manns fyrir því að það er skráð í þjóðskrá hvort maður sé skírður eða ekki! Hvað …
107685737423096425
Mikið skelfilega er óþægilegt að vera svona bíllaus. Ég hef þurft að fá far á allar leikæfingar þessa vikuna og verið háður tengdaforeldrunum með Bónusferðir. Mikið vona ég að þetta fari að komast í lag. Viðgerðarmaðurinn er að leita að nýrri vél handa mér og svo skulum við vona að hann komi henni í sem …