107703890756786159

Jæja, svo Helgi kallinn Hóseasson er bara enn á lí­fi! Það eru gleðilegar fréttir. Til að halda upp á það og votta honum virðingu mí­na er ég að hugsa um að útbúa mér svona skilti með einhverri góðri áletrun og fara og standa hérna niðri á Hlí­ðarbraut í­ nokkurn tí­ma. Látið mig vita ef ykkur detta í­ hug einhverjar góðar áletranir. Ég vil helst koma Krosslafi, blæti og R.í.Ó. fyrir á skiltinu. Ég er lí­ka kominn með svo fí­nt skegg sem ég er búinn að vera að safna fyrir Ronju Ræningjadóttur að ég er farinn að lí­kjast Helga dálí­tið. Báðir eigum við lí­ka við þann djöful að draga að bera nöfn sem tengjast kristinni trú. Þess vegna vil ég helst alltaf koma sí­ðara nafninu mí­nu, Freyr, að með hinu svona til að vega upp á móti því­. Ég held ég kynni mig alltaf sem Daní­el Frey en ekki bara Daní­el.

Leiklistarvalið í­ skólanum hittist lí­ka í­ fyrsta sinn í­ dag og krakkarnir voru mjög spenntir og áhugasamir og fannst leikritið sem ég fann handa þeim mjög skemmtilegt. það heitir: Hótel útiljós og fjallar um fyrsta kvöldið eftir opnun mjög sérkennilegs hótels á landsbyggðinni. Við ætlum að staðfæra það aðeins (Kannski gera hótelið að skí­ðahóteli uppi í­ Hlí­ðarfjalli?) og seta það upp á árshátí­ðum skólans. Já það verða þrjár. Ein fyrir hvert aldursstig vegna þess að salurinn hér í­ skólanum er svo lí­till. Þá dettur mér í­ hug hvort það væri ekki hægt að leigja almennilegt stórt húsnæði með alvöru sviði og gera þetta almennilega. Lí­klega er það full dýrt. Mikið eiga minni staðir gott með að hafa aðgang að félagsheimilum. Ég man hvað þetta var flott bæði á Hvammstanga og í­ Ólafsví­k. -Andvarp- Mikið vildi ég að vitleysingunum í­ Húnaþingi-vestra hefði ekki dottið í­ hug að flytja hálfan skólann út í­ sveit. Þá væri ég lí­klega þar ennþá. Helv…. ígúst!

Ég er orðinn svolí­tið svag fyrir Greniví­k. ílí­ka stór staður og Hvammstangi og mjög huggulegur bær. Ég er orðinn svo mikill dreifbýlisplebbi að lí­klega enda ég sí­ðhærður í­ lopapeysu með háví­sindalegan, jarðvegsfirrtan sjálfsþurftarbúskap og sem ljóð í­ bændablöð ví­ða um land:

Dreifbýlispleppi og pönkarafrí­k,
postuli í­ Lopapeysu.
Dreymir um ræktun og rómantí­k
en röflar svo bara vitleysu.

Hending í­ fyrstu ljóðlí­nunni er reyndar stolin úr Frank Zappa eftir Guðmund Steingrí­msson en það er bara allt í­ lagi. Svo ég vitni í­ Terry Pratchett: „Þeir sem stela eru bara þjófar“ úr Feet of Clay.

Leave a comment