107582235307553450

Þá er búið að eyðileggja fyrir manni morgunsjónvarpið lí­ka! Búið að reka Fjalar og ráða Gulla Helga í­ staðinn. Hverjum datt eiginlega í­ hug að það væru góð skipti? GULLI BYGGIR í­ staðinn fyrir FJALARINN! Ef einhver á það skilið að vera rekinn þá er það sá sem tók þessa ákvörðun. Ætli það sé sá sami og semur spurningarnar fyrir Ísland í­ dag? Foj og Puh!

Þemadagarnir hér í­ skólanum byrja ágætlega og krakkarnir virðast vera með það á hreinu hvernig á að gera þetta allt saman. Svo var kennarafundur strax og krakkarnir fóru heim og vegna alls þessa breytta skipulags steingleymdi ég náttúrulega fundi sem ég átti að eiga með foreldri! Gat sem betur fer kippt því­ í­ lag og hitt það á öðrum tí­ma (svolí­tið skrí­tið að tala um foreldra svona í­ hvorugkyni eintölu). Skelfilegt þegar svona kemur fyrir mann og lí­klega ekki til að auka virðingu foreldra fyrir kennarastéttinni. Lýsi því­ bara hér með yfir að ég er undantekningin. Kennarar eru almennt mjög samviskusamir og standa við orð sí­n. 😉

Setti ekkert inn á kvöldmatarsí­ðuna í­ gær, enda var ég á leikæfingu og Gulla sá um matinn. Það eru æfingar hjá mér alla daga þessa viku og lí­klega alla daga næstu viku og alla daga vikuna þar á eftir. Enda á að frumsýna 21. febrúar. Ég ætla samt að hræra í­ pakkasúpu áður en ég fer í­ kvöld og lí­klega verður þannig matur þennan mánuðinn. Sjáum samt til hverju ég nenni.

Svo á Dagur afmæli í­ næstu viku og þá verður nú að hafa eitthvað flott. Jibbí­ og namm! Ætli ég verði ekki að fara í­ verslunarferð í­ tengdaforeldrafrystikistuna bráðum?