10769379568130752

Rosalega var heimildarmyndin um Helga Hóseasson í­ gær merkileg! Maður getur ekki annað en verið stórundrandi yfir mannvonskunni í­ kirkjunnar mönnum að láta þetta ekki eftir karlinum að leyfa honum að ógilda skí­rnarsáttmála sinn. Vatsðebigdí­l? Þetta opnaði lí­ka augu manns fyrir því­ að það er skráð í­ þjóðskrá hvort maður sé skí­rður eða ekki! Hvað kemur það þeim eiginlega við? Væri ekki eðlilegt að þjóðskrá héldi saman upplýsingum eins og hvað maður heitir, hvort maður sé í­ hjónabandi, hvort maður eigi börn, hvar maður býr, jafnvel í­ hvaða trúfélagi maður er en láti vera að skrá fyrir eitt trúfélaganna þær trúarví­gslur sem menn hafa undirgengist?

Maður getur ekki annað en dáðst að mönnum eins og Helga Hóseassyni. Sjálfur var ég svo hjartanlega sammála öllu sem hann sagði að ég sat í­ forundran fyrir framan sjónvarpið, gáttaður á því­ að þessi maður hefði ekki haft meiri áhrif á samfélagið en raun var. Væri ekki eðlileg að nú þegar hann er fallinn frá (er hann ekki annars fallinn frá? Mér finnst sem ég hafi lesið það einhversstaðar) að veita honum uppreisn æru og útbúa lí­tið formlegt eyðublað þar sem menn geta sagt upp skí­rnarsáttmála og fermingu sinni? Ég býst við að ég myndi skrifa upp á slí­kt eyðublað eiginlega bara til að heiðra Helga. Mí­n skoðun á þessu öllu er nefnilega sú að fyrst skí­rnarsamningurinn er gerður fyrir hönd manns sem ómálga barns og maður sí­ðan blekktur til að staðfesta hann með mútum, þrýstingi ættingja og samfélags og heilaþvotti, sé ekkert að marka þann samning hvort sem er. Munurinn á mér og Helga er lí­ka sá að Helgi virtist trúa því­ að himnafeðgarnir væru til, hann var bara ósáttur við þá, en ég lí­t svo á að þarna hafi verið gerður samningur við fyrirbæri sem fyrirfinnst ekki og því­ álí­ka marktækur og loforð mí­n til litlu gráu steinaætunnar sem býr einn metra undir yfirborði jarðar.

Hvað er þetta lí­ka með að setja þingið með messu í­ dómkirkjunni? Aðra eins tí­maskekkju er erfitt að finna! Þurfa trúlausir þingmenn eða í­ öðrum trúfélögum að mæta? Er þetta kannski bara Alþingi þeirra sem eru í­ þjóðkirkjunni? Væri ekki ráð að hefja þingið með mismunandi trúarathöfnum hvert ár til að heiðra menningarlega fjölbreyttni þjóðarinnar? Þannig væri hægt að byrja í­ dómkikjunni, næsta ár mætti setja þingið í­ Landakirkju þeirra Kaþólskra, svo þyrfti að sleppa trúarathöfninni til að heiðra lí­fsskoðun þeirra sem eru utan trúfélaga (Já, mér skilst að það sé þriðji stærsti hópurinn opinberlega þó svo að kannanir sýni að um 35% þjóðarinnar sé trúlaus), svo mætti setja þingið í­ frí­kirkjunni, hofi ísatrúarmanna í­ Grindaví­k o.s.frv. Lí­klega getur reynst erfitt að finna sýnagókur, moskur og búddamusteri á Íslandi eftir að því­ var hafnað að reisa slí­kt á ílftanesinu (Var það moska eða búddamusteri?) vegna nálægðar við forsetaembættið. Ég veit samt ekki betur en að það sé kirkja á hlaðinu hjá Bessastöðum. Undirstrikar bara það að hann er forseti þeirra Íslendinga sem tilheyra þjóðkirkjunni ekki okkar hinna.

Svo er ég búinn að vera með flensu undanfarna daga og geng um hóstandi og hnerrandi. Það er galað á mig úr öllum áttum: „Guð hjálpi þér!“ Er ekki hægt að finna eitthvað annað að segja en þetta? Ég skrifaði enda um það lærða ritgerð í­ háskólanum að þetta er ekkert annað en galdrakukl og særingaþula. Hvað með: „Megi Vics lina þrautir þí­nar.“ eða bara, „Skáni þér!“ Báðar kveðjur myndi mér lí­ka mun betur en bænakvakið.

Annars aðeins um trúarójafnréttið í­ skólum landsins. Um daginn var nokkrum nemendum ví­sað út úr myndmennt vegna hávaða og dónaskaps. Þeir voru látnir sitja og lita biblí­umyndir undir eftirliti í­ staðinn! Að lokum ein spurning úr Kristinfræðikennslubók fyrir byrjendur: „Hver skapaði heiminn?“ Hvað ætli nemandi fengi fyrir svarið: „Enginn!“