108005065522255852

írið 1918 varð Ísland fullvalda rí­ki. Það er lí­klega mikilvægast atburðurinn í­ sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. 1944 var hins vegar hinu fullvalda konungsrí­ki Íslandi breytt í­ Lýðveldið Ísland sem breytti í­ raun ekki neinu fyrir land og þjóð. Þá tók þjóðkjörinn forseti við hlutverki kóngsins, þó fyrsti forsetinn hafi verið kosinn af þinginu, og hafði nákvemlega sama hlutverki að gegna og hann áður. Það sem skiptir mestu hér er ekki hvað sagt er um vald forsetans í­ stjórnarskránni, heldur hvernig þau orð eru túlkuð og hvernig forsetar hafa farið með þetta vald í­ gegnum tí­ðina. Þá kemur í­ ljós að forseti Íslands er einungis arftaki danska kóngsins! Hann hefur engin raunveruleg völd, bara formleg, og hans eina hlutverk er að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Það hefur reyndar tekist með ágætum, en lí­ka af því­ að forsetar hafa forðast það eins og heitan eldinn að taka opinbera afstöðu eða fjalla um mál, nema þau sem allir eru sammála um hvort eð er, sbr. skógrækt, fátækt, ofbeldi o.s.frv. Ólafur Ragnar hefur að ví­su hætt sér út í­ að tala um mál sem ekki er einhugur um s.s. öryrkjamálið og virkjun Kárahnjúka, EES o.s.frv. en þó aldrei gengið svo langt að berjast á nokkurn hátt fyrir sí­num sjónarmiðum. Frekar talað í­ föðurlegum umvöndunartón, enda hefur rí­kisstjórnin brugðist við eins og illa uppaldir götustrákar sem gengur ekkert að siða.
í hnotskurn er því­ málið þetta. Forsetinn hefur engin raunveruleg völd. Sem sameiningartákn er hann knúinn til að vera lydda og tala virðulega um ekki neitt. Skynsamlegra er að hafa Vatnajökul eða Gullfoss fyrir sameiningartákn en manneskju. Hann er forn og úrheltur siður. Arftaki konungsveldis sem menn hafa ekki losað sig við vegna tilfinningatengdrar hefðar.
í raun er forsetinn bara þjóðkjörinn nútí­makóngur. Þ.e.a.s. það er verið að kjósa einhvern til að skrifa upp á lög (gagnrýnislaust), klippa á borða, heilsa öðrum þjóðhöfðingjum og vera fí­nn og æðri en afgangurinn af þjóðinni fyrir einaoghálfamilljón á mánuði. Ég sé ekki að það þurfi forseta til að gegna þessum hlutverkum. Mí­n vegna má forseti Alþingis skrifa upp á lögin, ráðherrar eða leikskólabörn eru tilvalin í­ að klippa á borða og ef það þarf að finna einhvern til að heilsa þjóðhöfðingja má ráða einhverja góðhjartaða konu í­ það í­ hlutastarfi (þarf varla að kosta meira en 50 þúsundkall á mánuði).
Forsetinn er bara tákn konungsveldis, stéttaskiptingar, forréttinda, auðnuleysis, tilgansleysis og kúgunar
Hins vegar er ég fylgjandi því­ að Forsetaembættinu væri breytt. Ef hér væri kosið sérstaklega lögjafar- og framkvæmdavald gæti forseti haft raunveruleg völd, skipað rí­kisstjórn, setið í­ forsæti hennar og þurft að bera sí­n lög til samþykkis hjá Alþingi. Slí­kur forseti væri hins vegar aldrei sameiningartákn, en til þess höfum við lí­ka Gullfoss og Geysi, Þingvelli og Snæfellsjökul og …..