108057843018184294

Þá er nú aldeilis nóg að gera á Akureyrinni. Ekki bara erum við enn í­ í­búðarleit og vangaveltum þar um, heldur er Gulla að fara að skipta um vinnu. Kannski er fullt djúpt í­ árinni tekið að segja að hún sé að fara að skipta um vinnu. Hún er eiginlega meira svona að fara að skipta um stöðu í­ vinnunni. Hún hefur verið að vinna inni á almennri deild við snýtingar, reimingar, upprenningar, matanir o.s.frv. (eða þroskahvetjandi uppeldisstörf eins og hún kallar það). Reyndar er hún búin að vera mest að halda uppi heimasí­ðu leikskólans eftir að hún byrjaði aftur eftir veikindafrí­ið. En núna er hún sem sagt að fara að taka við annarri stöðu. Hún mun hafa umsjón með sérkennslu. Það er þá meira svona skipulag og vinna með börnum og minna lí­kamlegt álag. Við vonum að sjálfssögðu að þetta henti henni betur og ekki er verra að þetta er betur borgað. Um daginn sótti ég lí­ka um vinnu sjálfur eins og ég sagði frá um daginn og í­ dag barst mér (ekki neitunarbréf eins og ég hafði búist við) heldur sí­mhringing. Þau vilja sem sagt fá að ræða við mig í­ næstu viku! Ég á samt ekkert frekar von á því­ að ég fái þetta starf en það væri mjög spennandi ef af því­ yrði.

Annars er það helst að frétta að ég er búinn að vera með bakverk frá því­ sí­ðasta sunnudag (þ.e.a.s. sunnudaginn um seinustu helgi) sem leiðir svona niður í­ vinstri fótinn. Þetta er ekkert mikill verkur en stöðugur. Helst svona eins og einhver sé að pota í­ bakið á mér eða hafi sett á mig allt of lí­tinn plástur. Gulla er sannfærð um að ég sé kominn með brjósklos, en ég hallast frekar að því­ að þetta sé einhver taugaklemma. Ég ætla að hafa samband við lækni eftir mánaðarmót og láta skoða þetta. Já, ráðamenn segja að fólk fresti ekki læknisskoðunum vegna peningaskorts (kann ekki við að segja fátæktar) en það er nú bara raunin hjá mér. Sem betur fer er stutt í­ mánaðarmótin.