108081943547985899

Jæja, þá eru komin mánaðarmót og minn búinn að panta tí­ma hjá lækninum. Gulla einokaði tölvuna í­ gær svo að ég komst ekkert að. Tók samt myndir af kvöldmatnum og allt. Ég ætla að reyna að koma þessu inn í­ kvöld ef hún leyfir mér. Ég kom af stað fyrsta flokks fyrsta aprí­l gabbi hér í­ skólanum. Það stóð upp á töflu að leikfimikennarinn væri veikur og við þurftum að tilkynna bekkjunum okkar að leikfimin félli niður. Þau þurfa að ganga yfir í­ Glerárskóla í­ leikfimi. Ég tilkynnti í­ tveimur bekkjum að leikfimikennarinn væri ekki veikur og það yrði leikfimi. Það virtist ekki koma krökkunum neitt á óvart að það væri tilkynnt sérstaklega að kennari væri ekki veikur. Svo kom aðstoðarskólastjórinn náttúrulega og eyðilagði þetta allt saman fyrir mér, því­ hún gekk í­ bekki og tilkynnti um veikindin. Samt hafði ég verið svo ákveðinn þegar ég sagði þeim að það yrði leikfimi að sum trúðu henni ekki! Pælið í­ því­. Ég hef enn ekki verið látinn hlaupa aprí­l í­ dag en kannski kemur að því­. Aumingja konurnar sem rjúka niður á Stöð tvö til að fá ókeypis brjóstastækkun! Alltaf finnst mér jafn skrýtið að fólk hafi ekki varann á sér þennan dag.

P.S. Skrifiði nafnið ykkar og tölvupóstfang hér í­ kommentakerfið. Ég ætla að gefa gamla Duran Duran safnið mitt (plötur, plaköt og bækur) og hef ákveðið að draga úr þeim sem skrifa í­ komment!