108082156035543700

Mikið finnst mér sorglegt þegar annars skynsamt fólk festist í­ einhverskonar hugsanavillu. Kannski hef ég lennt í­ því­ sjálfur en ef svo er þá hef ég ekki tekið eftir því­. Það er jú einmitt þannig sem hugsanavillur virka. Þannig er margt fólk dýravinir og ekkert nema gott um það að segja. Hjá sumum er þessi dýravinátta komin á það stig að það gerist grænmetisætur og heldur væntalega að með því­ að allir gerðust grænmetisætur væri hægt að koma í­ veg fyrir illa meðferð dýra. Það er að sjálfssögðu rangt. Þau dýr sem þetta fólk hefur mestar áhyggjur af eru þau sem eru ræktuð til manneldis. Hætti fólk að borða dýr munu þau ekki ganga um frjáls úti í­ náttúrunni (fyrir utan það að flest myndu ekki lifa af þar án aðstoðar mannsins). Nei, flestum yrði þeim útrýmt þar sem ekkert gagn væri af þeim lengur. Grænmetisætur eru þannig að stuðla að útrýmingu húsdýra. Aðrir hafa skynsamari afstöðu og mótmæla því­ ekki að dýr séu alin til manneldis svo framarlega sem vel sé með þau farið. Góður bóndi hlýtur lí­ka alltaf að gera það því­ þannig fær hann verðmætustu afurðirnar. Þetta fólk á það hins vegar til að gera dýrunum upp mannlegar þarfir. Þannig er oft rætt um illa meðferð á hænum sem eru aldar í­ ví­rbúrum, fá litla sem enga hreyfingu né félagsskap við aðrar hænur. Þetta er að sjálfssögðu kolrangt og þeir sem svona tala ættu að kynna sér náttúrulegt athæfi hæna. Það er ekki tilviljun að talað er um goggunarröð. Hænur gogga nefnilega hver í­ aðra eftir ákveðnni goggunarröð og sú hæna sem neðst er í­ goggunarröðinni getur alveg eins átt von á því­ að verða gogguð til bana. Hún fær einnig neðsta prikið (eða jörðina) í­ opna og fí­na frilufts hænsnahúsinu og hinar hænurnar skí­ta á hana. Hænur þurfa ekki mikla hreyfingu til að lí­ða vel. Þær þurfa að fá að vera í­ friði. Lí­tið lokað ví­rnetsbúr getur virkað eins og fangelsi fyrir manneskju, en það er himnarí­ki fyrir hænu. Svo má ekki gleyma því­ að hænan á tilveru sí­na því­ að þakka að menn vilja borða hana og ungana hennar. Eina vonda meðferðin sem ég sé í­ þessu öllu saman er þegar þær eru hengdar á löppunum í­ færibandið áður en þeim er slátrað. En kannski halda þær bara að þær séu að fara í­ rússí­bana?