108153583936082815

Tölvan er búin að vera biluð það sem af er páskunum og því­ hefur maður ekkert komist í­ að blogga eða neitt. Það var ví­st „Power Packið“ sem fór og Jóa mági tókst að redda öðru fyrir okkur og skella því­ í­. Stórfí­nt að hafa svona mann í­ fjölskyldunni sem getur reddað þessum tölvumálum fyrir mann. Kannski ég sýni þakklæti mitt í­ verki og gefi honum bí­linn minn? Ég hef ví­st ekki efni á að reka hann ef ég ætla að kaupa mér í­búð. Ekki samkvæmt greiðslumatinu a.m.k. Ég fór lí­ka í­ atvinnuviðtalið sem ég minnist á um daginn og gekk bara nokkuð vel. Fékk hins vegar að vita að við vorum fimm sem sóttum um og ef hinir hafa einhverja reynslu af starfinu er það meiri reynsla en ég hef svo ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn. Við Gulla erum búin að vera að taka til og þrí­fa í­ allan dag og mér finnst ég bara hafa verið duglegur. Gulla sendi mig samt í­ bí­ltúr með strákana þegar ég fór að gera heiðarlega tilraun til að þurrka af. Hún sagði að ég hjálpaði mest svoleiðis. Ég var ví­st búinn að lofa strákunum að þeir mættu fara í­ bí­ó að sjá Scoobie Doo 2 um páskana svo nú eru þeir í­ bí­ó og við Gulla bara ein heima. En hafi ég hugsað mér að hafa eitthvað kósí­ og rómantí­ska stemmingu svona rétt á meðan get ég gleymt því­. Hún æðir hér um með ryksugu og afþurkunarklút og til þess að verða að einhverju gagni ætla ég bara að fara að byrja að elda matinn. Hann verður þá lí­klega til um það leyti sem strákarnir verða búnir í­ bí­óinu. Jú, það var lí­ka aftur spilakvöld í­ gærkvöldi og ég vann aftur. Merkilegt hvað ég er alltaf heppinn í­ spilum og samt svona vel giftur!