Var að taka eftir því að sumir tenglarnir hérna vinstra megin voru hættir að virka. Skildi ekkert í þessu til að byrja með en sá svo að inn í þá hafði bæst www þar sem ekkert www á að vera. Skil ekki alveg hvernig svona getur gerst þar sem þetta virkaði fínt í gær. Lagaði þetta áðan en tek núna eftir því að svipað virðist hafa gert á mörgum öðrum bloggsíðum sem ég skoða, þ.e. að tenglarnir eru hættir að virka því www hefur bæst inn í þá. Tenglar sem ég veit að virkuðu fínt í gær. Þetta er dularfullt. Ekki tekur Blogger bara upp á því hjá sjálfum sér að bæta svona löguðu inn hjá manni?