108223291099477585

Af einhverjum ástæðum komu einhver leiðinda dónakomment við sí­ðustu færslu. Frekar barnaleg og bjánaleg þar sem reynt var að móðga mig. Ég hef því­ þurrkað þau út en velti því­ fyrir mér hvers vegna í­ ósköpunum nokkrum myndi detta í­ hug að gera svona lagað. Það eina sem mér dettur í­ hug er að um daginn skrifaði ég hugleiðingu á vantru.net og þar var náttúrulega tengill á mig. Kannski að einhverjum trúarnötturum hafi sárnað það sem ég skrifaði og séu bara ekki þroskaðri en það að ryðjast inn á kommentakerfi fólks og kalla það þar öllum illum nöfnum? Ég á samt einhvern vegin bágt með að trúa því­ þar sem flestir trúaðir sem ég þekki eru sómafólk þrátt fyrir þá rökvillu. En lí­klega eru svartir sauðir í­ öllum hópum sem koma illu orði á hina.
Annars blöskraði mér fréttin um 60 milljóna Ferrarí­inn sem var að koma til landsins. það að til sé fólk sem eyðir svona peningum í­ bí­la vekur með mér óhug.