108403836282234119

Fór á fund hjá Samfylkingunni í­ morgun um fjölmiðlafrumvarpið. Þar var einn þeirra sem sömdu skýrsluna og var fróðlegt að heyra hvað hann hafði til málanna að leggja, m.a. að miðað við það frumvarp sem fram væri komið væri „Verra af stað farið en heima setið.“ Annars ætla ég ekki að tala meira um þetta fjölmiðlafrumvarp enda væri það til að æra óstöðugan. Hins vegar tók ég eftir því­ að við vorum 21 þarna á fundinum og þar af 11 með gleraugu. Ég held að það sé ekki þverskurður samfélagsins að rí­flega helmingur noti gleraugu. Fannst mér þetta ýta undir þá skoðun mí­na að fólk með gleraugu fylgist betur með umhverfi sí­nu, taki virkari þátt í­ umræðunni, sé greindara og klárara en við sem höfum eðlilega sjón. Þ.e. meðalgleraugnagámurinn og meðaljóninn. Mér finnst ákaflega gáfulegt að nota gleraugu og því­ sorglegt að vera með fullkomna sjón. Mér finnst gáfulegt að hafa há kollvik, hátt enni, skalla eða þess háttar en sjálfur hef ég hár ofan í­ augu og skalli þekkist ekki í­ ættinni. Það eina sem ég get huggað mig við í­ þessu öllu saman er hvað ég er skratti myndarlegur. 🙂