109131174572539826

Það er þétt-fullt af fólki í­ bænum núna um helgina. Gulla fór að mála gólflista og við drengirnir vorum eiginlega bara fyrir svo ég ákvað að reyna að koma þeim (og mér) út úr húsi í­ góða veðrinu. íkváðum að fara út á Hauganes þar sem tengdaforeldrarnir eiga lí­tið hús. Þurfti fyrst að koma við í­ lauginni og skila sunskýlu og gleraugum sem við tókum þar í­ misgripum sí­ðast þegar við fórum í­ sund.
Það var svo troðið í­ sundi að röðin náði úr móttökunni og lengst út á plan, langleiðina að pylsuvagninum. Þegar við keyrðum burtu tók ég svo eftir því­ að það sást varla í­ vatnið í­ lauginni fyrir fólki. Ég var ákaflega feginn að hafa ekki ákveðið að fara með drengina í­ sund.
í Sandví­kinni (húsið heitir það) var mjög notalegt. Við feðgarnir fórum að veiða og veiddum mikið. Ég fékk mest eða tvo þara. Kári fékk stærsta fenginn eða bátinn Gunnar Ní­elsson en Dagur veiddi bara einn þara. Það voru ánægðir feðgar sem sneru til baka úr þessari veiðiferð.
Tengdamamma bauð okkur svo að vera í­ kvöldmat ef við vildum og þáðum við það að sjálfssögðu. Hringdum í­ Gullu og hún ætlaði að redda sér sjálf. Við fengum því­ önd í­ matinn en Gulla hefur lí­klega bara nartað í­ einhverja afganga.
Þegar öllu er á botninn hvolft var þetta bara ákaflega huggulegur dagur hjá okkur feðgunum.