109119996142756697

Var að koma úr göngutúr um miðbæinn. Verslunarmannahelgarstemmingin að byrja. Hlölli og Dómí­nós búnir að koma fyrir söluvögnum í­ göngugötunni (sem verður vonandi lokað fyrir bí­laumferð um helgina) og sí­gaunar þessa lands að setja upp sölutjöldin sí­n svo hægt verði að blóðmjólka firrt barnafólk og sauðdrukkna unglinga um sem flestar krónur. Lýðurinn streymir í­ bæinn. útjaskaðir sukkarar stí­ga út úr rútunum með engan farangur nema örorkubæturnar og stefna beint í­ Rí­kið, innan um eru tjaldaðir unglingar og uppábúin börn að bí­ða eftir að afi og amma komi og sæki þau. Hinum megin við planið geysast tjaldvagnaðir milljónajeppar sem hafa aldrei yfirgefið malbikið og lí­til í­búðarhús á hjólum eftir Drottningarbrautinni á tjaldstæðin utan við bæinn. Þangað verða reglulegar strætóferðir alla helgina. Einstaka japanskur fjölskyldubí­ll sleikir götuna þungaður pökkum og pinklum þeirra sem hafa náð að krí­a út gistingu hjá ættingjum. Hátí­ðin verður sett klukkan 20:30 í­ kvöld á hellulögðu Ráðhústorginu. Þar er ekki grasblett að sjá í­ mörghundruð metra radí­us svo enginn geti tjaldað þar. Þar verð ég með strákana mí­na. Það er töframaður á dagskránni!