109113596988358910

Blogg bloggsins vegna. Núna er svo langt sí­ðan ég hef haft svona reglulegan aðgang að tölvu að mér finnst ég þurfa að blogga daglega til að vega upp allt bloggleysið í­ sumar.

í gær og í­ dag er ég búinn að vera að mála hjónaherbergið í­ nýju gömlu í­búðinni (sjá tengilinn Húsið hér til hliðar) og náði að klára það núna áðan. Sem er ágætt því­ pabbi og mamma hringdu og boðuðu komu sí­na á morgun og ekki hefði ég haft pláss fyrir þau ef eitt herbergið hefði verið ónothæft vegna málunar. Þegar ég var búinn að mála og elda kvöldmat og allt það fór ég í­ sund. Það er dásamlegt að fara í­ sund svona á kvöldin. Það eru fáir og maður getur legið í­ heita pottinum í­ ró og næði meðan strákarnir busla í­ lauginni. Á daginn eru alltaf einhverjir krakkar í­ pottunum að skvetta á mann. Sem er í­ sjálfu sér allt í­ lagi, ef maður er eitthvað óánægður með það á maður bara að fara í­ sund á öðrum tí­mum en barnafólk, svona eins og ég.

Sem vekur upp þá spurningu hver sé besta og skemmtilegasta laugin á landinu. Ég fer sjálfur alltaf í­ Sundlaug Akureyrar, en hún hefur þann ókost að þar er yfirleitt gí­fulegt fjölmenni á sumrin. Sundlaugin á Þelamörk er fí­n en þar er þó ekki hægt að synda, bara busla og leika sér. Þegar ég fer til Reykjaví­kur fer ég alltaf í­ Suðurbæjarlaug í­ Hafnarfirði sem er að mí­nu áliti besta laugin á höfuðborgarsvæðinu. Ég held meira að segja að ég hafi farið í­ þær allar. Hvað finnst öðrum? Sundlaugin á Hvammstanga skipar svo alltaf alveg sérstakan sess.

Á Hvammstanga er nefnilega ókeypis í­ sund á aðfangadag og mjög margir nýta sér það og taka jólabaðið í­ sundi. Það er ákaflega skemmtileg stemmingin í­ lauginni fyrir hádegi á aðfangadag. Allt fullt af fólki, allir í­ jólaskapi, mikið rætt og spjallað og svo fer maður í­ sturtu, rakar sig og heim í­ fí­nu fötin. Gí­furlega snjallt og öll fjölskyldan (eiginlega allur bærinn) getur farið í­ jólabaðið í­ einu og saman.

Núna ætla ég hins vegar að hætta að blogga og fara í­ tölvuleik. Sæl að sinni.