109152786738454151

Hommamyndin í­ sjónvarpinu á sunnudaginn fór verulega í­ taugarnar á mér. í fyrsta lagi hlýt ég að hafa misskilið hvað það er að vera hommi eða þeir sem framleiddu myndina. Homminn í­ myndinni varð sem sagt ástfanginn af konu bróður kærasta sí­ns. Samkvæmt mí­num skilningi myndi það þýða að hann sé ekki hommi. Svo fór hann reyndar aftur til kærastans sí­ns. Afhommaðist hann þá og hommaðist svo aftur eða hvað? Ég veit ekki betur en að fólk sem verður ástfangið af öðrum einstaklingum gersamlega burtséð frá kyni sé kallað tví­kynhneigt og ég held að samkynhneigðum sé sérstaklega umhugað um að þessu tvennu sé ekki blandað saman.
Burt séð frá því­ þá eyðilagði endirinn á myndinni hana gersamlega því­ hún hafði verið ágæt fram að því­. Fyrir utan að ég skildi ekki af hverju konan í­ myndinni samþykkti að giftast „hommanum“ þá var mjög undarlegt þegar það rann upp fyrir honum ljós í­ miðri athöfn að hann væri nú hommi eftir allt saman og hélt út á flugvöll að ná í­ kærastann. Þar tókst honum að láta flugvél á leið til Parí­sar snúa við! (Jeah right!) Og fór svo bara inn í­ flugvélina og sagði „Komdu“ við gamla kærastann sem stóð upp og fylgdi sí­num manni út þó „homminn“ værí­ búinn að koma fram við kærastann eins og gólftusku alla myndina. Halda fram hjá honum villt og galið, ljúga að honum og vera eins mikill skí­thæll og hugsast getur.
Það var svo bróðir kærastans sem var flugmaðurinn í­ þessari flugvél. Bróðirinn fór svo niður í­ bæ og náði í­ konuna sí­na sem var í­ brúðarkjólnum að húkka far. Hvernig gat maðurinn verið á tveimur stöðum í­ einu? O.K. segjum sem svo að hann hafi rokið út úr flugvélinni, upp í­ bí­l og brunað frá Kastrup í­ bæinn. Það tekur hann samt minnst hálftí­ma. Þá gerum við ekki ráð fyrir tí­manum sem það tók „hommann“ að rí­ða á hestbaki út á flugvöll og fá vélinni snúið við, tí­mann sem það tekur að snúa vélinni við og lenda, (burtséð frá því­ að bí­ða eftir lendingarheimild, fylla út skýrslur og fara í­ fangelsi fyrir stórkostlega vanrækslu í­ starfi og sóun gí­furlegra fjármuna). Hvernig sem ég hugsa þetta þá fæ ég ekki séð að það geti hafa liðið minna en tveir tí­mar frá því­ „homminn“ yfirgaf brúðkaupið til að ná aftur í­ gólftuskuna þangað til bróðirinn kom til að ná í­ konuna. Og hún var ennþá að væflast niðri í­ bæ í­ brúðarkjólnum að húkka far! Come on!
Skelfilegt þegar endirinn eyðileggur svona ágæta mynd. Það versta er að ég verð svo PIRRAíUR yfir svona löguðu. Held ég hafi ekki pirrast jafn mikið á bí­ómynd sí­ðan ég sá Kate & Leopold