109222327651197188

Fréttablaðið kom inn um lúguna hjá mér í­ morgun í­ fyrsta sinn frá því­ á Sunnudaginn. Ég hringdi lí­ka í­ þá í­ gær og kvartaði. Ég held að það hafi nú samt aðallega verið út af því­ að blaðið var búið í­ Bónus.
í gær fór ég lí­ka í­ sund og tók mig til og synti mér til heilsubótar. Mér til skelfingar komst ég hins vegar að því­ að ég er aumingi. Eftir tí­u ferðir (250 metra) var ég orðinn dauðuppgefinn og gafst upp. Ég hefði nú lí­klega samt getað synt tvær til fjórar ferðir í­ viðbót ef lí­f mitt hefði legið við. í ljósi þessa ætla ég aftur í­ sund á eftir og synda a.m.k. tí­u ferðir. Svo fjölgar þeim vonandi í­ framtí­ðinni. Mig minnir að meðan ég bjó á Hvammstanga hafi ég stundum synt 40 ferðir (1 km!) og verið minna lúinn á eftir en ég var í­ gær. Gangi mér vel!