109321269228602768

Var í­ Sandví­kinni í­ allan dag og það var bara þokkalegt. Að ví­su rigndi allann tí­mann og strákarnir voru að verða gráhærðir af leiða. Svo við bökuðum bara pönnukökur og höfðum það næs. Það stóð ví­st til að fara í­ berjamó e.þ.h. en í­ staðinn sofnaði ég bara fyrir framan sjónvarpið. Held það hafi verið í­ stöðunni 16-8 fyrir Rússland í­ Handboltalandsleiknum. Svo fórum við nú bara heim og borðuðum Tagliatelle í­ kvöldmatinn. Gulla er samt búin að vera frekar dugleg að taka upp úr kössum í­ kvöld. Það er svolí­tið gaman að bera þetta ferli saman við Queer eye for the Straight guy þar sem hommarnir gerbreyta subbuí­búð í­ glæsihúsnæði á einum degi. Við erum búin að vera að dúlla okkur þetta í­ allt sumar og erum enn ekki búin. Ef einhver sjónvarpsstöðin er að hugsa um að setja af stað svona þátt þá má alveg hafa samband við okkur.