109313292149240783

Fótboltablogg! Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að blogga um fótbolta. Þegar ég fór að horfa á sjónvarpið í­ dag var hins vegar verið að sýna leiki úr ensku knattspyrnunni á Skjá einum og horfði ég í­ smástund þar sem það voru Ólympí­uleikar á RúV og ekki strandblak kvenna. Smám saman rifjaðist samt upp fyrir mér hvað það er leiðinlegt að horfa á fótbolta svo ég slökkti bara og fletti sí­ðan úrslitunum upp á textavarpinu núna áðan. Ég er nefnilega í­ þeirri undarlegu aðstöðu að þola ekki í­þróttir en halda með þremur liðum!
Ég ólst upp í­ Hafnarfirðinum og þar var (og er) starfandi í­þróttafélagið FH eða Fimleikafélag Hafnarfjarðar. Með þessu liði héldu Hafnfirðingar, meira að segja þeir sem ekkert fylgdust með í­þróttum. Þegar ég eltist frétti ég lí­ka af fyrirbærinu Haukum sem áttu ví­st að vera annað í­þróttafélag þarna í­ bæ en enginn tók alvarlega þar sem þeir voru svo lélegir í­ öllu. Að ví­su voru þeir góðir í­ körfubolta en það leit nú enginn heilvita maður á sem í­þrótt. Nú er staðan sú að Haukarnir hafa verið betri en FH í­ handbolta í­ áraraðir og það þykir jafnvel eðlilegt í­ Hafnarfirði að viðurkenna að halda með þeim. Þetta kann að koma fólki spánskt fyrir sjónir, t.d. það að ég sem fylgist helst ekki með í­þróttum skuli vera að velta þessu fyrir mér.
En sjáið nú til. Sí­ðasta haust flutti ég til Akureyrar og komst þá fljótlega að því­ að hér er ekki starfandi eitt í­þróttafélag eins og ég hafði alltaf haldið (KA) heldur tvö. Já, það er ví­st lí­ka til eitthvað félag sem heitir Þór og enginn hefur frétt af sem er ekki annað hvort Akureyringur eða í­þróttanörd. Þessi var staða Hauka í­ Hafnarfirðinum þegar ég var að alast upp þar. Það getur verið að þessi óvild Hafnfirðinga gagnvart Haukum hafi stafað af því­ að þeir voru stofnaðir af Reykví­kingum, þ.e. Völsurum. FH-ingar hafa því­ alltaf kennt Völsurum um Hauka og þar af leiðandi er Valsandúð landlæg í­ firðinum (nema meðal Hauka að sjálfssögðu). Þetta er meira að segja sama nafn, Haukar og Valur, annað bara í­ fleirtölu. Svo spila þeir í­ eins búningum og hafa nánast eins merki. Þór á Akureyri spilar ví­st lí­ka í­ svona búningum og það er nóg ástæða að mí­nu mati til að ekki sé hægt að halda með þeim.
Þegar ég flutti til Reykjaví­kur þótti mér því­ eðlilegt að halda með KR. Sérstaklega þar sem þeir eru höfuðandstæðingar Valsaranna.
Á menntaskólaárunum var svo í­trekað verið að fiska eftir því­ með hvaða liði maður héldi í­ enska boltanum. Það fannst mér skrýtið, enda hélt ég ekki með neinu liði í­ enska boltanum. Til að losna auðveldlega frá svona spurningum ákvað ég að halda með Newcastle United. Fyrir því­ eru þrjár ástæður: a) Ég hafði komið til Newcastle og fundist það töff borg. b) Þeir spiluðu ekki í­ Valsbúningnum eins og hin þrjú liðin sem voru á toppnum á þessum tí­ma og c) Ég þekkti engann sem hélt með Newcastle og átti því­ ekki á hættu að lenda í­ einhverjum hópi sem ég kærði mig ekkert um eða aðdáendaklúbbi eða álí­ka hallærisheitum.
Ég er því­ í­ þeirri undarlegu aðstöðu að þola ekki í­þróttir, finnast fótbolti hundleiðinlegur og vissi ekki einu sinni að Þór-Akureyri væri til! En vera samt eldheitur FH-ingur, KR-ingur og Newcastle-United stuðningsmaður!
Á móti kemur að ég hef gaman af úrslitum og tölfræði. Er það ekki lí­ka bara það sem knattspyrna snýst um? Hvernig úrslit hafa áhrif á innbyrðis stöðu liða, hvernig markatala getur skipt máli o.s.frv.?
Ég held ég bloggi ekki aftur um fótbolta í­ bráð.