109336399008783758

Óttastu ei að miða hægt, aðeins að standa í­ stað
Mikið er ég stoltur af sjálfum mér núna. Ég gekk nefnilega yfir Vaðlaheiðina í­ morgun. Já, við í­ Giljaskóla keyrðum unglingastigið eins og það leggur sig yfir í­ Fnjóskadal og létum það svo ganga til baka til Akureyrar s.k. Þingmannaleið. Kannski ekki alveg til Akureyrar heldur að bæ sem heitir Eyrarland og er hérna skammt utan við bæinn hinum megin við fjörðinn. Sprækustu strákarnir í­ 10. bekk hlupu nánast alla leiðina og voru 2 og 1/2 tí­ma að fara yfir. Sjálfur var ég 3 og 1/2 sem mér þótti gott miðað við að ég og hópurinn sem ég gekk með stoppuðum í­ u.þ.b. 40 mí­nútur við Þingmannalæk og drukkum nesti, lágum í­ sólbaði og tí­ndum ber. Svo beið ég niðri í­ tæpan klukkutí­ma eftir þeim sí­ðustu svo enginn fór leiðina á meira en 4 og 1/2 tí­ma. Það þykir mér gott!
Fyrirsögnin hér að ofan ví­sar til þess hvernig mér leið þegar ég var að ganga upp á heiðina úr Fnjóskadalnum. Aldrei að stoppa! Svo eftir að maður var kominn upp fyrir mesta brattann var þetta svo aflí­ðandi að það var enginn vandi að rölta þetta. Ég er samt að hugsa um að stinga upp á láréttari leið næsta haust. Kannski að ganga meðfram Eyjafjarðará e.þ.h.?