109337751243647270

Óttastu ei þótt hægt gangi, heldur að standa í­ stað
Núna er ég stoltur af sjálfum mér. Ég gekk nefnilega yfir Vaðlaheiðina í­ morgun. Við keyrðum unglingadeildina eins og hún leggur sig yfir í­ Fnjóskárdal og létum krakkana ganga yfir heiðina til Akureyrar s.k. Þingmannaleið. Þeir þurftu samt ekki að ganga alla leið til Akureyrar, heldur að Eyrarlandi sem er bær rétt utan við Akureyri hinum megin við fjörðinn. Þangað fóru sprækustu strákarnir í­ 10. bekk á tveimur og hálfum tí­ma. Sjálfur gekk ég yfir heiðina á þremur og hálfum og það er með 40 mí­nútna stoppi við Þingmannalæk til að borða nesti og fara í­ berjamó. Þeir sí­ðustu voru svo að fara þetta á fjórum og hálfum og það þykir mér gott fyrir fólk sem er sumt í­ engu formi.
Fyrirsögnin á þessari bloggfærslu ví­sar til þess hvernig mér leið á leiðinni upp úr Fnjóskárdaldum. Eftir nokkra kí­lómetra minnkaði hins vegar brattinn og eftir það var þetta bara pí­s of keik. Ég er nú samt með því­lí­kar blöðrur á hælunum! (Ath. þetta er í­ annað sinn sem ég reyni að blogga um þetta. Bloggfærslan í­ dag týndist einhvers staðar í­ óraví­ddum internetsins).
Seinna í­ kvöld kemur svo bloggið mitt um Framsóknarflokkinn og Fréttablaðið.