109338520622591258

Ég er viss um að fyrirsögnin úr Fréttablaðinu í­ gær þar sem Halldór ísgrí­msson segist ekki hafa orðið var við neina óánægju innan Framsóknarflokksins verður flokkuð með heimsbókmenntum í­ framtí­ðinni. Hér er náttúrulega á ferðinni súrrealismi af bestu gerð. Þessi fyrirsögn staðfestir lí­ka að Halldór hlýtur að vera ákaflega heimskur maður. Datt honum í­ hug að það dygði að neita bara að nokkur væri óánægður, þá myndu allir trúa honum? Auðvitað hlæja allir Framsóknarandstæðingar sig í­ svefn þessa dagana og ekki er fréttin í­ Fréttablaðinu í­ dag um að varaþingmaður Framsóknar segi að málið snúist ekki um jafnrétti til að draga úr kátí­nunni. Annaðhvort hefur maðurinn ekki hugmynd um hvað orðið jafnrétti þýðir eða hann er einfaldlega svona heimskur að hann skilur ekki að þegar kona sem er búið að nota sem gólftusku í­ ráðherrastól árum saman, sem hefur á bak við sig fleiri atkvæði en nokkur annar Framsóknarmaður (foringinn meðtalinn) og er þar að auki í­ stjórn flokksins er dömpað úr rí­kisstjórn þá er það óvirðing við helming mannkyns. Lí­klega fleiri því­ ég býst við því­ að margir karlmenn upplifi þetta lí­ka þannig að Framsókn sé með þessu að segja að konur séu vanhæfari en karlar, skipti minna máli og séu bara í­ stjórnmálum til að vera skraut í­ kringum karlana. Snýst málið ekki um jafnrétti? A.m.k. sé ég ekki að karl í­ sömu stöðu hefði þurft að hafa neinar áhyggjur af embættinu sí­nu.
Svo var viðtal við þennan Guðjón Ólaf Jónsson í­ útvarpinu áðan og hrokafyllra og leiðinlegra 19. aldarþenkjandi merkikerti hefur ekki heyrst þar lengi. Hann var lí­ka augsýnilega búinn að átta sig á því­ að þessi yfirlýsing hans og grein á hrifla.is var pólití­skt sjálfsmorð. Ætli hann átti sig á því­ að með því­ að útnefna írna Magnússon sem framtí­ðarleiðtoga Framsóknarflokksins fyrstur flokksmanna, áður en téður írni hefur gert neitt í­ pólití­k annað en verða ráðherra fyrir greiðasemi Halldórs gegn vilja flestra flokksmanna, er hann væntanlega búinn að drepa pólití­skan feril írna lí­ka? A.m.k. veita honum þungt högg. Ég efast ekki um að núna safni Guðni og fleiri liði og pönkist vel á írna á næstunni.
Það er svona fólk eins og Guðjón Ólafur Jónsson og Dagný Jónsdóttir sem við þurfum meira af í­ Framsóknarflokkinn. Þá hverfur hann nefnilega fyrr!