109338702312548310

Á morgun nenni ég kannski að blogga um 8 sí­ðna auglýsingu Sparisjóðanna í­ Fréttablaðinu í­ dag sem siglir undir því­ falska flaggi að þykjast vera aukablaðið Námsmannablaðið (með sama haus og Fréttablaðið). Efst á forsí­ðu stendur þó með 9 punkta letri: AUGLíSING. Ekki viss um að allir hafi tekið eftir því­. í blaðinu eru svo Sparisjóðirnir að reyna að hneppa námsmenn í­ skuldafjötra með ýmsum leiðum. Birta meira að segja auglýsingar frá glæpafélögum sí­num í­ auglýsingunni sinni! Ég ætla að vona að enginn námsmaður hafi fallið í­ þá gryfju að telja þetta alvörublað sem hlutlaust lofsyngi Sparisjóðina og skuldafenið þeirra svona. Einu áhrifin sem þetta hafði á mig var að magna upp andúð mí­na á bankakerfinu í­slenska sem var þó ærin fyrir!