109499358853159632

Pólití­k, pólití­k, pólití­k Já, nú er gaman að vera til ef áhugamálið manns er pólití­k. Er ekki annars eiginlega allt pólití­k?
Hópur innan Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og kjósa nýjan formann sem fyrst. Ég sé ekki alveg hvað liggur á annað en að stuðningur við Ingibjörgu hefur minnkað hratt frá því­ hún hætti sem borgarstjóri og þeim mun lengra sem lí­ður að landsfundi eru minni lí­kur á að hún verði kosin formaður. Ég hef reyndar lýst því­ yfir að ég er ekkert hrifnari af Ingibjörgu en Össuri og varpað því­ fram að best væri bara að hringja í­ Tryggva Harðarson og láta hann taka við skútunni (Ingvar Viktorsson væri fí­nn lí­ka). Hm, bara Hafnfirðingar … Ég hef alltaf verið hrifinn af Jóhönnu Sigurðardóttur en það verður að viðurkennast að hennar tí­mi er lí­klega liðinn.
Vinstri-grænir rí­fast út af öryrkjanum hans Ögmundar og pistlinum hennar Bjarkar Vilhelmsdóttur. írni Þór farinn til Brussel (ætli hann komi til baka óður Evrópusinni?) og Kolbrún Halldórsdóttir búin að sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra. Það væri mikið happ fyrir Vinstri-græna ef hún yrði ráðin enda minnkar fylgi flokksins ævinlega þegar hún opnar á sér munninn. Þessi mál öll sýna enn einu sinni að Steingrí­mur J. er eini maðurinn þarna sem hefur einhvern kjörþokka (og það reyndar mjög mikinn).
Halldór ísgrí­msson dregur svo úr og í­ með Evrópusambandið þessa dagana og Framsóknarmenn verða æ óánægðari með hann, strákhvolpana hans og þýlyndið gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Bara tí­maspursmál finnst manni þangað til Guðni og konurnar velta þessari sjálfskipuðu valdaklí­ku sem virðist lí­tið fylgi hafa úr sessi. Undarlegt bandalag það, annars vegar Guðni ígústsson og bændaklí­kan og hins vegar Siv Friðleifsdóttir og konurnar. Enn merkilegra kannski að Valgerður skuli vera í­ hvorugum hópnur og er hún þó bæði kona og bóndi þó sumir gætu efast um það. Hún og Dagný eru samt búnar að koma sér kyrfilega fyrir í­ hópnum: Þegjum, verum sætar og gerum eins og strákarnir segja okkur að gera.
Svo er það Sjálfstæðisflokkurinn. Þeir hafa verið að þokast upp á við í­ fylgi undanfarna mánuði meðan allir héldu að Daví­ð væri að hætta. Nú er Daví­ð búinn að lýsa því­ yfir að hann ætli að halda áfram og bjóða sig fram til formanns aftur á næsta ári. Þá má búast við því­ að fylgið fari að dala aftur. Menn búnir að sjá fram á betri tí­ma undir forrystu Geirs og meira að segja búnir að koma frjálshyggjukálfunum út úr Heimdalli. Thatcherisminn loks að deyja á Íslandi áratug eftir að hann fór að rotna úti í­ löndum. En nei, þá ákveður Daví­ð bara að halda áfram og enginn veit hvað á að gera. Mig grunar að ef Geir býður sig fram á móti honum (sem hann gerir samt örugglega ekki) þá ætti Geirinn góða von um sigur. Að sama skapi væri hann búinn að vera ef hann tapaði meðan Daví­ð er búinn að eiga langan feril og hefur því­ engu að tapa. Augljóst samt held ég að hvernig sem þetta verður allt saman þá muni Sjálfstæðisflokkurinn bera skaða af og það get ég ekki grátið.
Svo er Kerry að tapa fyrir Bush úti í­ USA. Þar ætla menn augsýnilega að velja verri kostinn af tveimur slæmum. Mér er svo sem sama enda ekki von á miklum breytingum undir stjórn Kerrys. Og þó, hvað ætli lí­ði langur tí­mi frá kosningum þangað til Bush ræðst inn í­ Sýrland eða íran og fer að myrða saklausa borgara, karla, konur og börn þar? Kerry mun hugsanlega bara halda áfram að drepa Afgana og íraka.