109519501164914935

Hugsanlega er að bera í­ bakkafullan lækinn að ætla að fara að tjá sig eitthvað meira um kjör kennara og mögulegt kennaraverkfall núna. Lí­klega allir búnir að fá upp í­ kok af því­. Aftan á Fréttablaðinu mánudaginn 13. september skrifar Hrafn Jökulsson hins vegar Bakþanka sem eiginlega verður að gera athugasemdir við. Ég hef ekki orðið var við að neinn hafi gert það og því­ verð ég að gera það sjálfur.
í grein Hrafns segir: Og hver er þá staða grunnskólakennara? Hafa kjör þeirra rýrnað? Reyndar ekki. Kjör kennara hafa batnað á liðnum árum, sem betur fer.
Það fer nú allt eftir því­ hvernig maður skilgreinir kjör. Vissulega hefur krónutala grunnlauna hækkað samkvæmt launatöflu. Því­ má hins vegar ekki gleyma að hér áður fyrr var borgað aukalega fyrir ýmislegt sem nú er inni í­ grunnlaunum, s.s. stofuumsjón og heimavinnuyfirferð sem nú er hluti af grunnlaunum. Þau hafa því­ ekki hækkað eins mikið og skyldi ætla. Það var auðvitað mjög gott að koma þessu inn í­ grunnlaunin því­ þá hættu launin að lækka um allt að 50% yfir sumartí­mann eins og hafði verið áður.
En kjör felast ekki bara í­ launum. í sí­ðustu kjarasamningum var skólaárið lengt án þess að kennsluskyldan minnkaði. Kennarar kenna því­ fleiri kennslustundir en áður og fá styttra sumarfrí­. Til að heildarklukkustundafjöldi mundi ekki aukast var undirbúningstí­mi hins vegar styttur. Að sjálfssögðu þurftu kennslustundir eftir sem áður jafn mikinn undirbúning, fara þurfti yfir jafn mikla heimavinnu og útbúa jafn mörg verkefni. Það var bara borgað minna fyrir þá vinnu. Þar að auki var mikill fjöldi s.k. annarra starfa færður inn í­ grunninn sem áður hafði verið borgað sérstaklega fyrir (í­ formi yfirvinnu yfirleitt) og skilgreindur tí­mi í­ þau störf undir verkstjórn skólastjóra innan bundins viðverutí­ma í­ skólunum (Flestar aðrar stéttir hafa lagt áherslu á að semja um sveigjanlegan vinnutí­ma).
í stuttu máli er um að ræða hærra kaup fyrir mun meiri vinnu. Það hef ég aldrei heyrt kallað launahækkun. Sú fullyrðing að kjör kennara hafi batnað á liðnum árum er því­ vafasöm.
Önnur fullyrðing sem er vert að athuga er þessi: Krakkarnir okkar eru aðeins miðlungsnemendur í­ samanburði við börn í­ öðrum löndum.
Þetta er að öllum lí­kindum rétt. Íslenskir nemendur skoruðu lægra en önnur Evrópulönd í­ stærðfræðikönnun sem var gerð fyrir fáum árum (þó innan skekkjumarka frá þeim) en lægra en flest Así­ulönd og hærra en lönd þriðja heimsins. í lestrarkönnun skoruðu í­slenskir nemendur hærra en jafnaldrar erlendis (að meðaltali). En hér er að sjálfssögðu ráðandi sú hugsun að menntun sé hægt að meta í­ einkunnum. Eini samanburðurinn sem við höfum sem ekki er bundinn einkunnum og könnunum er frammistaða í­slenskra nemenda í­ framhaldsnámi erlendis. Þar hafa í­slendingar staðið sig mjög vel enda styður í­slenska skólakerfið ákaflega vel við gagnrýna hugsun, sköpunargleði, í­myndunarafl, persónulegan þroska og slí­kt. Þessi áhersluatriði hafa verið rí­kjandi í­ skólastarfi hérlendis þrátt fyrir að erfitt sé að meta þau. (Auðvitað kemur á móti að í­slendingarnir eru yfirleitt einu til tveimur árum eldri en erlendu nemendurnir og þar af leiðandi lí­klega árinu þroskaðri). Fullyrðing Hrafns er því­ mjög takmörkuð þó rétt sé og lí­klega betra að orða hana svona: Krakkarnir okkar standa námslega jafnfætis nemendum í­ öðrum löndum. Þá er ekki litið til þess að áherslur hér eru frekar á mannlegu þættina en bókina.
Þegar grunnskólinn var færður yfir til sveitarfélaganna vöruðu kennarar í­trekað við því­ að þeim fylgdu of litlir fjármunir frá rí­kinu. Sveitarfélögin skelltu skollaeyrum við þessum aðvörunum og eru að súpa seyðið af því­ núna. Sveitarfélögin eiga því­ leikinn.
Eftirfarandi staðhæfingar Hrafns eru hins vegar góðar og gildar. Verkföll eru neyðarúrræði og Kennarar eiga að fá góð laun.
Kannski ég sendi þetta sem grein í­ Fréttablaðið?