109525988520278699

Heyrði áðan tilkynningalestur í­ útvarpinu. Fyrirtæki eitt, Blik minnir mig að það hafi heitið, auglýsti að það væri lokað í­ dag vegna árshátí­ðar starfsmanna. Það á að opna aftur á mánudaginn. Á mánudaginn?! Þetta verður svakaleg árshátí­ð!

Hryðjuverkastrí­ðinu er lokið með sigri! Sigri hryðjuverkamannanna er ég hræddur um. í USA hafa mannréttindi snarminnkað (lí­ka eitthvað í­ Evrópu), fólk lifir í­ ótta og andúð umheimsins á landinu hefur snaraukist. Á hverjum degi eru framin hryðjuverk út um allan heim. Aðallega í­ írak, Afganistan, Tjetjení­u, ísrael og Palestí­nu, en lí­ka í­ Rússlandi, Spáni og Indónesí­u svo nokkur lönd séu nefnd. Þessum hryðjuverkum er undantekningalí­tið svarað með nýjum hryðjuverkum (Spánverjar eru ánægjuleg undantekning frá þessari reglu og meiri menn fyrir vikið) sem auðvitað kalla á ný og ný hryðjuverk og þannig heldur ví­tahringurinn áfram. Ég sé a.m.k. ekki mikinn siðferðilegan mun á athöfnum AlQuaida, Hamas, Bandarí­kjahers, írslaelsstjórnar, tjetjenskra aðskilnaðarsinna eða rússneskra yfirvalda. Þetta er allt saman sömu hryðjuverkin í­ mí­num huga og alsherjarsigur hryðjuverkamannanna því­ miður staðreynd.