Þá er kominn mánadagur og verkfall skollið á. Samninganefnd kennara reyndi að afstýra því í gær með því að leggja fram skammtímasamning til loka skólaársins þar sem ekki var tekið á stærstu ágreiningsmálum eins og kennsluskyldu, vinnutímaskilgreiningum o.s.frv. heldur lögð aðaláhersla á launahækkun. Á þessa framreiddu sáttahönd sló samninganefnd sveitarfélaganna (hér eftir kölluð SS) og þess vegna erum við nú í þessari stöðu. SS hefur því náð því að spara sveitarfélögunum einhverjar milljónir meðan á verkfalli stendur. Hins vegar held ég að flestir kennarar séu á þeirri skoðun að fyrst verkfallið er byrjað verði ekki skrifað undir neitt nema alvöru kjarabætur. Kjarabætur sem borga upp tekjutapið í verkfallinu á a.m.k. 6 mánuðum.
Að öðru: Ég á brúðkaupsafmæli í dag. 7 ár and still going strong. Veit samt ekki hvað við gerum til að halda upp á daginn. Kannski býð ég elskunni minni í rómantískan göngutúr og svo kaupum við pylsu niðri í bæ. Ég er ekki viss að ég geti boðið henni út fínna í dag. En, þegar verkfallið er búið … Annars skrifar Gulla mín um það í dag hvernig hún nældi í mig (og ég sem hélt að það hefði verið á hinn veginn!).