109627687624411728

Ég fór út í­ Sandví­k um helgina og því­ var ekkert bloggað hér. Ekki heldur unnið í­ ársreikningum BKNE sem ég þó hafði ætlað mér að gera. Byrjum á að hugsa um mál sem koma kennaraverkfalli ekkert við.

Hópur lögfræðinga hefur tekið sig til og er byrjaður að safna undirskriftum til styrktar Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Undarlegt að það séu svona margir siðblindir Sjálfstæðismenn í­ lögfræðingastétt, iiiiii. Bréfið með undirskriftasöfnuninni reyndist svo samið á tölvu Jóns Steinars en hann segist hvergi hafa komið nærri. Merkileg hagræðing þarna hjá þeim hjá Nestor-lögfræðingum að hafa bara tölvu inni hjá Jóni Steinari. Þeir sem vit hafa á benda lí­ka á að undirskriftalistinn geri Jón vanhæfan til að dæma í­ málum sem lögfræðingar sem hafa skrifa undir reka, reyndar lí­ka í­ málum sem lögfræðingar sem hafa neitað að skrifa undir reka. Fyrir er hann svo auðvitað vanhæfur til að dæma í­ málum sem snerta rí­kisvaldið og þá sérstaklega stjórnvaldsaðgerðir Sjálfstæðisflokksins og Daví­ðs í­ ljósi skrifa sinna til að réttlæta allar aðgerðir þessara aðila hversu óréttlætanlegar sem þær hafa verið. Hann hefur lí­ka setið í­ flestum ráðgjafahópum rí­kisvaldsins sem hafa teygt lagatúlkanir til hins ýtrasta. Samt er ótrúlegt annað en að Geir velji hann enda komin hefð á að fara ekki eftir hæfnisáliti Hæstaréttar sjálfs.

Hér á Akureyri er sveitarfélagið að búa sig undir að bjóða unglingum og fötluðum bornum upp á einhverja „gæslu“ meðan á verkfalli stendur. Það á að vera utan skólatí­ma miðað við það sem ég heyrði. Ef svo er er fátt nema gott eitt um það að segja. Svo fremi sem þeir ætli ekki að nota skólastofurnar. Sveitarfélögin fara þá loksins að lenda í­ útgjöldum vegna verkfallsins. Þau mega reyndar verða þónokkur til að vega upp á móti „sparnaðinum“.

Mikið rætt og röflað um undanþágur í­ verkfallinu. Ég skil þessa foreldra ákaflega vel. Hins vegar er óeðlilegt annað en að kennarar hafni öllum undanþágum, a.m.k. í­ upphafi verkfalls enda væri annað á við yfirlýsingu um að verkfallið verði það langt að undanþágur séu nauðsynlegar. Lí­klega verður farið að veita undanþágur ef ekkert gerist á fimmtudaginn sem bendir til að verkfallið sé að leysast.